Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 24
262 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 1) leggja fram frumvarp til Lögþingssamþykktar út af þjóðar- atkvæðagreiðslunni, 2) leggja fram frumvarp um stjórnskipun til bráðabirgða, 3) senda dönsku stjórninni tilkynningu um afstöðu og fyrirætl- anir þingmeirihlutans. Á Lögþingsfundi 21. sept. var frumvarpið til Lögþingssamþykktar lagt fram og samþykkt á þingfundi 23. sept. í þessari samþykkt segir meðal annars: „Lögþing Færeyja hefur með samþykki dönsku ríkisstjórnarinnar lagt úrskurðinn um ríkisréttarstöðu Færeyja framvegis undir dóm færeysku þjóðarinnar. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar 14. sept. 1946 urðu þau að til- lögur dönsku ríkisstjórnarinnar um nýja skipun innan dönsku stjórnarskrárinnar féllu, en skilnaður Danmerkur og Færeyja var samþykktur. Þessi dórnur þjóðarinnar birtir fulltrúum hennar, Lögþingi Fær- eyja, þann fullnaðarúrskurð, að stjórnarforráð Færeyja séu nú í höndum færeysku þjóðarinnar, og felur þannig Lögþinginu að fram- kvæma vilja þjóðarinnar. Lögþingið lýsir yfir því að það býst til að framkvæma þennan þjóðarvilja á löglegan hátt. Nauðsynleg lagafrumvörp verða lögð fyrir Lögþingið til samþykktar, og frumvörp verða lögð fram til þess að mynda þá umboðsstjórn sem í bili skal taka við forráðum.“ Lögþingsformaður hafði þegar 21. sept. tilkynnt dönsku stjórn- inni þetta sarnþykktarfrumvarp, svo og gerðabókarsamþykktina þann sama dag. Á Lögþingsfundi 24. sept. lagði meirihluti þingsins síðan fram frunrvarp til bráðabirgðastjórnskipunar Færeyja. í nefndarálili meirihlutans um þetta frumvarp segir m. a. að þjóðin hafi skipað þinginu svo fyrir að landsforráð skuli vera í höndurn Færeyinga, og til þess að framkvæma þessa skipun sé það skylda þingsins að skipa málum landsins sem sjálfstæðs þjóðfélags áður en Lögþings- kosningar fari fram. Þinginu beri skylda til að leggja grundvöll að embættisstofnunum sem gæti þess að vilji þjóðarinnar sé fram- kvæmdur, enda séu þær stofnanir að fullu ábyrgar gagnvart full- trúum færeysku þjóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.