Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 24
262
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
1) leggja fram frumvarp til Lögþingssamþykktar út af þjóðar-
atkvæðagreiðslunni,
2) leggja fram frumvarp um stjórnskipun til bráðabirgða,
3) senda dönsku stjórninni tilkynningu um afstöðu og fyrirætl-
anir þingmeirihlutans.
Á Lögþingsfundi 21. sept. var frumvarpið til Lögþingssamþykktar
lagt fram og samþykkt á þingfundi 23. sept. í þessari samþykkt
segir meðal annars:
„Lögþing Færeyja hefur með samþykki dönsku ríkisstjórnarinnar
lagt úrskurðinn um ríkisréttarstöðu Færeyja framvegis undir dóm
færeysku þjóðarinnar.
Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar 14. sept. 1946 urðu þau að til-
lögur dönsku ríkisstjórnarinnar um nýja skipun innan dönsku
stjórnarskrárinnar féllu, en skilnaður Danmerkur og Færeyja var
samþykktur.
Þessi dórnur þjóðarinnar birtir fulltrúum hennar, Lögþingi Fær-
eyja, þann fullnaðarúrskurð, að stjórnarforráð Færeyja séu nú í
höndum færeysku þjóðarinnar, og felur þannig Lögþinginu að fram-
kvæma vilja þjóðarinnar.
Lögþingið lýsir yfir því að það býst til að framkvæma þennan
þjóðarvilja á löglegan hátt. Nauðsynleg lagafrumvörp verða lögð
fyrir Lögþingið til samþykktar, og frumvörp verða lögð fram til
þess að mynda þá umboðsstjórn sem í bili skal taka við forráðum.“
Lögþingsformaður hafði þegar 21. sept. tilkynnt dönsku stjórn-
inni þetta sarnþykktarfrumvarp, svo og gerðabókarsamþykktina
þann sama dag.
Á Lögþingsfundi 24. sept. lagði meirihluti þingsins síðan fram
frunrvarp til bráðabirgðastjórnskipunar Færeyja. í nefndarálili
meirihlutans um þetta frumvarp segir m. a. að þjóðin hafi skipað
þinginu svo fyrir að landsforráð skuli vera í höndurn Færeyinga,
og til þess að framkvæma þessa skipun sé það skylda þingsins að
skipa málum landsins sem sjálfstæðs þjóðfélags áður en Lögþings-
kosningar fari fram. Þinginu beri skylda til að leggja grundvöll að
embættisstofnunum sem gæti þess að vilji þjóðarinnar sé fram-
kvæmdur, enda séu þær stofnanir að fullu ábyrgar gagnvart full-
trúum færeysku þjóðarinnar.