Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 73
MIKIÐ VOÐALEGA Á FÓLKIÐ BÁGT 311 miklu skemmtilegra að hafa sumarbústaðinn hérna einhvers staðar í nágrenninu en þarna upp frá. Það væri líka miklu þægilegra. — Já, en það er laxinn, góða mín, gleymdu því ekki. Og eigin- konan gat séð um leið og hann brosti, að vindillinn í munninum á honum var orðinn mjög blautur í endann. — Æjá, laxinn, laxinn, laxirin, hugsaði hún. Nei, engin hætta á, að hún gleynrdi honum. Eða árniðnum. Og hún mundi eftir dög- um, sem hún varð að bíða ein í sumarbústaðnum, og Einar stóð úti í ánni allan liðlangan daginn og sveiflaði stönginni í ákafa. Stundum varð hann ekki var tímunum saman og þá gat hann orðið leiður og vondur og sagði í bræði, ég bara fer að húkka helvítið. En stundum veiddi hann líka marga laxa, og þeir lágu í röð fyrir framan húsið, þegar hún kom út, og maður sá í rauð tálknin, og þeir göptu asnalega. Og Einar stóð sigri hrósandi og þerraði fingurna í grasinu. Og þá gat hún kannski sagt í gamni, bara af því að Einar var svo strákslega montinn, bara lil þess að segja eitthvað: Hefurðu nú ekki húkkað neinn af þeim? Og þá hafði hún spillt allri veiðiánægjunni, öllu sportinu, og Einar kom að því aftur og aftur, að hann hefði veitt þá alla með tölu á heiðarlegan hátt, fair play. Og hún var orðin dauðþreytt á þessu veiðitali, og var alveg hjart- anlega sama hvort það var fair play eða húkk. Já, sannarlega var engin hætta á, að hún gleymdi laxinum í bráð. — En Einar, sagði hún og færði sig nær honum. Mér finnst svo fallegt hérna inn við sundin. Og hún reif pappírinn utan af súkkulaðinu fremst, braut tvær litlar plötur og bauð Einari. En hann hristi aðeins höfuðið, og hún setti aðra plötuna upp í sig. — Jæja, sagði hann. Við skulum þá fara snöggvast inn að Kleppi. Og um leið sveigðu þau út af veginum, út af þjóðbrautinni, og veg- urinn varð verri og ósléttari. Hann hægði fyrst svolítið á sér, síðan smájók hann hraðann aftur. Maður gat fundið að smásteinar urðu fyrir hjólbörðunum, og þeir, sem voru tæpt, skruppu til, og sumir smullu á bílnum. Þegar þau komu upp á hæðina, sáu þau, að það var stafalogn á víkinni, og Esjan speglaðist í sjónum. Það var mjög tilkomumikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.