Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 21
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLAN í FÆREYJUM 259 inguna, og það var samþykkt með atkvæðum þeirra (12) gegn at- kvæðum Fólkaflokksins (11). Of langt yrði að rekja gang þessa máls á þinginu. Þess skal aðeins getið, til marks um ágreining þingmanna, að fram komu ekki færri en 18 aðal- og breytingartillögur í sambandi við sjálft stjórnskip- unarmálið og þjóðaratkvæðagreiðsluna. Eftir að þjóðaratkvæða- greiðslan var samþykkt 10. maí, voru lögin um hana staðfest af dönsku stjórninni og birt af danska amtmanninum. Spurningarnar á atkvæðaseðlinum voru: 1) Viljið þér að danska stjórnskipunar- frumvarpið öðlist gildi? 2) Viljið þér skilnað Færeyja og Dan- merkur ? i Þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram 14. sept., og fvrri spurningunni játuðu 5.499 kjósendur, hinni síðari 5.660. Skilnaðarmenn unnu með 161 atkvæði. Urslitin Því verður ekki neitað, að meirihluti sjálfstæðismanna var lítill — aðeins 161 atkvæði. Hvernig ber nú að skilja þessar tölur? Er frels- isvilji færeysku þjóðarinnar ekki meiri en þessar tölur sýna? Eru Færeyingar ánægðir með þá stjórnmálastöðu sem þeir búa við undir yfirráðum Dana? Til þess að geta dæmt um þetta verður að skýra lítið eitt frá stjórnmálaástandi landsins eins og nú er. Ennþá er töluvert mikill hluti þjóðarinnar svo íhaldssamur að han’n vill engar umbætur á stjórnarfari. Þetta eru þeir menn sem hafa fylgt Sambandsflokkn- um. Þessi flokkur hefur þó verið í mikilli hnignun. Á fyrstu árum sínum, næstu árunum eftir 1906, fylgdu honum ekki færri en 94 kjósenda, nú aðeins ^4. Sambandsmenn eru gamla fólkið, og flokk- urinn minnkar eftir því sem gamla kynslóðin deyr út. Viðbót úr nýjum aldursflokkum kjósenda mun Sambandsflokkurinn varla hafa fengið síðustu 10—20 árin. Allir Sambandsmenn greiddu danska frumvarpinu atkvæði. Allir aðrir hyggja á frelsi. En skoðanir manna á sjálfstæðismálinu eru geysiólíkar — eins og á íslandi fram að 1918 — og óteljandi tilraunir til þess að sameina allt þetta sjálfstæðisfólk í eina heild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.