Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 31
LÝÐRÆÐI 269 inu, sem hefur hag af því og á sér meira að segja að tilveruskilyrði, að almenningur öðlist ekki þessa þekkingu. Borgaralýðræði er sem fyrr segir réttnefni í þeim skilningi, að þetta stjórnmálaskipulag táknar ákveðna tegund yfirstéttarlýðræðis, sem alþýðan á ekki hlutdeild í nema að mjög litlu leyti. Frá öðru sjónarmiði séð- væri borgaralýðræðið eigi síður réttnefnt borgara- alræði, með því að borgarastéttin hefur í hendi öll efnahagsleg og pólitísk völd í þjóðfélaginu og beitir þeim til að gera sér hinar vinn- andi stéttir undirgefnar. Þetta stjórnmálaskipulag táknar með öðrum orðum lýðræði yfirstéttarinnar í sínum hóp, en alræði hennar gagn- vart undirstéttinni. Hlutfallið er hér svipað sem í skipulagi því, er nefnt hefur verið alræði öreiganna, þó að valdsafstaðan sé alveg gagn- stæð. Alræði öreiganna er skipulag, þar sem öreigarnir, það eru hinar vinnandi þjóðfélagsstéttir, hafa tekið völdin og beita þeim til að eyða þjóðfélagsáhrifum borgarastéttarinnar, hinnar fyrrverandi yfirstétt- ar. Þetta stjórnmálaskipulag heitir öðru nafni öreigalýðræði, sem er vitanlega ekki síður fullkomið réttnefni, ef á það er litið frá öðru sjónarmiði, með því að það felur einmitt í sér mjög fullkomið lýð- ræði hinna vinnandi stétta sín á milli. Alræði öreiganna eða öreiga- lýðræðið, alþýðulýðræðið er einmitt það bráðabirgðastjórnmála- skipulag, sem leitt var í gildi í Ráðstjórnarríkjunum eftir byltinguna 1917, og þó að það tákni ekki lýðræði til handa öllum þjóðfélags- þegnunum, felur það að sjálfsögðu í sér mörgum sinnum fullkomn- ara lýðræði en hið svokallaða borgaralýðræði, með því að það er lýðræði geysimikils meiri hluta þjóðfélagsþegnanna, en borgaralýð- ræðið er hins vegar stj órnmálaskipulag, þar sem einungis örlítill minni hluti nýtur raunverulegra lýðréttinda. Annar meginmunur er fólginn í því, að alræðisskipulag það, sem nefnt er borgaralýðræði, er í raun og veru afturhaldseðlis, með því að hin ráðandi stétt þess vill lögfesta það um aldur og ævi, þar sem öreigalýðræðið, öðru nafni alræði öreiganna, er framþróunareðlis í þeim skilningi, að það er aðeins bráðabirgðafyrirbæri, og hin vinnandi stétt, sem ber það uppi, stefnir að því að afnema það, eins fljótt og kostur er, og láta í staðinn koma ennþá fullkomnari tegund lýðræðisins, hið sósíalíska lýðræði, sem nær til allra þjóðfélagsþegnanna jöfnum höndum. í Ráðstjórnarríkjunum er nú að vísu svo langt komið, að alræði ör-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.