Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 31
LÝÐRÆÐI 269 inu, sem hefur hag af því og á sér meira að segja að tilveruskilyrði, að almenningur öðlist ekki þessa þekkingu. Borgaralýðræði er sem fyrr segir réttnefni í þeim skilningi, að þetta stjórnmálaskipulag táknar ákveðna tegund yfirstéttarlýðræðis, sem alþýðan á ekki hlutdeild í nema að mjög litlu leyti. Frá öðru sjónarmiði séð- væri borgaralýðræðið eigi síður réttnefnt borgara- alræði, með því að borgarastéttin hefur í hendi öll efnahagsleg og pólitísk völd í þjóðfélaginu og beitir þeim til að gera sér hinar vinn- andi stéttir undirgefnar. Þetta stjórnmálaskipulag táknar með öðrum orðum lýðræði yfirstéttarinnar í sínum hóp, en alræði hennar gagn- vart undirstéttinni. Hlutfallið er hér svipað sem í skipulagi því, er nefnt hefur verið alræði öreiganna, þó að valdsafstaðan sé alveg gagn- stæð. Alræði öreiganna er skipulag, þar sem öreigarnir, það eru hinar vinnandi þjóðfélagsstéttir, hafa tekið völdin og beita þeim til að eyða þjóðfélagsáhrifum borgarastéttarinnar, hinnar fyrrverandi yfirstétt- ar. Þetta stjórnmálaskipulag heitir öðru nafni öreigalýðræði, sem er vitanlega ekki síður fullkomið réttnefni, ef á það er litið frá öðru sjónarmiði, með því að það felur einmitt í sér mjög fullkomið lýð- ræði hinna vinnandi stétta sín á milli. Alræði öreiganna eða öreiga- lýðræðið, alþýðulýðræðið er einmitt það bráðabirgðastjórnmála- skipulag, sem leitt var í gildi í Ráðstjórnarríkjunum eftir byltinguna 1917, og þó að það tákni ekki lýðræði til handa öllum þjóðfélags- þegnunum, felur það að sjálfsögðu í sér mörgum sinnum fullkomn- ara lýðræði en hið svokallaða borgaralýðræði, með því að það er lýðræði geysimikils meiri hluta þjóðfélagsþegnanna, en borgaralýð- ræðið er hins vegar stj órnmálaskipulag, þar sem einungis örlítill minni hluti nýtur raunverulegra lýðréttinda. Annar meginmunur er fólginn í því, að alræðisskipulag það, sem nefnt er borgaralýðræði, er í raun og veru afturhaldseðlis, með því að hin ráðandi stétt þess vill lögfesta það um aldur og ævi, þar sem öreigalýðræðið, öðru nafni alræði öreiganna, er framþróunareðlis í þeim skilningi, að það er aðeins bráðabirgðafyrirbæri, og hin vinnandi stétt, sem ber það uppi, stefnir að því að afnema það, eins fljótt og kostur er, og láta í staðinn koma ennþá fullkomnari tegund lýðræðisins, hið sósíalíska lýðræði, sem nær til allra þjóðfélagsþegnanna jöfnum höndum. í Ráðstjórnarríkjunum er nú að vísu svo langt komið, að alræði ör-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.