Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 65
KAJ MUNK 303 aS semja um frið við Hannibal, en hann er sigurviss og dramb- látur og hafnar öllum friðarumleitunum. Og þættinum lýkur með orðum Fabíusar: „Þá verð ég að samhryggjast þér yfir sigrinum á morgun“. Með þessum orðum kvaddi Kaj Munk stefnu Hitlers í leikritagerð sinni og lýsti í fyrsta sinn trausti sínu á manndáð og þrautseigju Bretaveldis. Efni allra leikrita Kaj Munks verður ekki rakið hér. Þeim sem það girnast má vísa til hókar, sem Alf Henriques hefur nýlega gefið út um skáldið. Hins vegar er ekki úr vegi að víkja nokkrum orðum að dramatískri list Kaj Munks. Kaj Munk átti ekki aðeins leikritum sínum frægð sína að þakka, heldur einnig þeim listamönnum, sem gæddu þau lífi á leiksviði. Hann samdi víst sjaldan leikrit með ákveðna leikara í huga í hverju hlutverki, en honurn var Ijóst, að leikhúsin ein gátu gefið orðunum líf, og honum vildi það happ til, að margir leikarar skildu hann og gerðu hlutverkum hans beztu skil. Mörg hlutverkanna í leikritum Kaj Munks eru sambærileg við hlutverk Ibsens, og þeirra verður lengi minnzt í danskri leiklistar- sögu. Yrkisefni sín sótti liann oftast í biblíuna og veraldarsöguna. Hann tignaði löngum stórmenni sögunnar með hreinni aðdáun á valdamanninum; það voru einkum þessar persónur, sem gátu orðið uppistöður í leikritum hans og voru dramatískar á leiksviði, enda endurreisti Kaj Munk danska leiklist framar öllu með stórfengleg- um leikritum sínum um söguleg efni. Þau eru samin í anda Shake- speares, Oehlenschlágers, Ibsens og Strindbergs, og þau áttu sinn þátt í því að losa leikhús Kaupmannahafnar úr kyrrstöðu með því að leggja aftur megináherzlu á sjálfa leiksviðslistina. Markmið Kaj Munks voru litir, ástríður og hröð viðburðarás. Listin á að vera „chock“, hefur hann sjálfur sagt. En listin á einnig að vera í þjón- ustu æðra valds. Áhorfandinn á að standa frammi fyrir einhverju æðra afli, krafti andans eða guði. Kaj Munk heppnast þetta oft. í „Orðinu“, sem að mörgu leyti má telja eitt af beztu leikritum hans, stendur áhorfandinn andspænis guði sjálfum, eins og hann birtist í kraftaverkinu, sem er brot á öllum náttúrulögmálum en gerist þó fyrir guðstrú vitfirringsins Jóhannesar og saklausa barnsins. í þessu kraftaverkaleikriti styðst Kaj Munk við reynslu sjálfs sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.