Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 63
KAJ MUNK
301
fannst þeir eiga heimtingu á. Um eitt atriði voru þeir að minnsta
kosti sammála: þeim þótti báðum gaman að því að segja það, sem
þeim var í hug, á eftirminnilegan hátt, þannig að það vekti athygli,
kæmi flatt upp á fólk, og það skipti þá minna máli, þó að orðbragð-
ið færi út fyrir takmörk almenns velsæmis.
Brix prófessor hughreysti unga prestinn og hvatti hann til að nota
biðina til þess að semja nýtt leikrit um danska bændur. Það var
eins og fargi væri létt af Kaj Munk, og hann snaraðist heim til
Vedersö, samdi á vikutíma leikrit sitt um kraftaverkið (,,Orðið“)
og sendi það umsvifalaust prófessornum.
En biðin varð drjúgum lengri. í lok júlímánaðar 1926 kom loks
svar frá Konunglega leikhúsinu þess efnis, að leikritið „En Idea-
list“ yrði tekið til sýningar. Undir eins að kvöldi sama dags fór Kaj
Munk heim til fósturforeldra sinna á Lálandi til þess að segja þeim
þessi stórtíðindi. Plómutrén í aldingarðinum heima þora varla að
taka kátri kveðju hans og að kalla hann Kaj eins og forðum, en
gullregninu stendur algerlega á sama, og það lækkar í honum rost-
ann, svo að hann getur gengið í bæinn og sýnt fósturforeldrum
sínum bréfið með fyrirheitinu langþráða, þar sem sjálft Konung-
lega leikhúsið tekur við leikriti hans.
Hér lýkur Kaj Munk endurminningum sínum. Þegar bókin kom
út, þekktu allir, sem eitthvað komu nærri bókmenntum, æviferil
hans og viðgang í leikkritaskáldskap. Síðar hefur Hans Brix pró-
fessor lýst skáldskaparferli hans í bók, sem nýlega er komin út:
„Hurtigt svandt den lyse Sommer!“ Titillinn er tekinn úr kvæði
eftir Kaj Munk og valinn í samræmi við heiti endurminninga hans.
Bókin hefur þó ekki tekizt sem skyldi. Brix hafði upphaflega ætlað
sér að gefa út með athugasemdum öll hin mörgu bréf, sem honum
og skáldinu höfðu farið á milli, en ekkja skáldsins bannaði útgáfu
bréfanna, svo að Brix varð að láta sér nægja að skýra frá efni
þeirra. Stíl Kaj Munks er haldið að mestu, en oft er erfitt að sjá,
hvort skáldið eða prófessorinn er að tala. Bókin verður þó alltaf
nytsamt heimildarrit fræðimönnum, sem rannsaka vilja rit Kaj
Munks. Brix hefur gert sér ljóst, að ævi Kaj Munks var drama, en
honum hefur ekki tekizt til fulls að setja þetta drama á svið, eins