Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 74
312 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ^— Ó, er þetta ekki himneskt, sagði hún, og það var mikil tilfinn- ing í orðunum. — Já, nokkuð svona, sagði hann, og vindilstubburinn lyftist á vörunum. Fyrir framan eitt húsið höfðu hænsn sloppið úr stíunni, og nokk- ur af þeim voru við veginn. Einar sá þau framundan, en hann hægði ekki á sér, heldur studdi á hornið, og hænsnin urðu mjög felmtruð, og þau þeyttust út í holtið og bak við húsið, og ein hænan hljóp meðfram veginum, því hún þorði ekki í gegnum girðinguna, og var alveg óð af hræðslu. Konan varð líka mjög hrædd og greip til bóndans, en hann hló niður í bringuna. — Sú held ég að verpi ekki í kvöld, sagði hann, púturæksnið. Og bíllinn þeyttist fram úr henni. Og svo voru þau komin inn að Kleppi. Einar sveigði bílnum í hálfboga, og bíllinn nam staðar. Hann stanzaði svo snöggt, að þau lyftust í sætinu. — Eigum við að fara út, spurði hann. — Eigum við það, sagði hún. — Kannski við förum snöggvast út, sagði hann. Veðrið er svo gott. — Já, við skulum fara snöggvast út, sagði hún, og við skulum vita, hvort við sjáum ekki einhvern vitleysing. Það leyndist eitthvert ofvæni í röddinni. Og svo gengu þau út. Einar læsti bílhurðinni og skrúfaði upp allar rúðurnar, svo eng- inn færi að djöflast í bílnum á meðan, en frúin skildi slæðuna eftir í framsætinu. Þau tóku eitthvað óvissa stefnu austur yfir holtið. Þau gengu yfir hellurnar með jökulrákunum frá dögum ísaldarinnar, yfir holt- ið og meldrögin og upp á hæðina fyrir neðan og námu þar staðar og horfðu út á sjóinn. Það var blæjalogn og ekki skýskafa á lofti. í fjörunni voru krakkar að henda steinum í sjóinn með miklum ærls- unr. Maður heyrði þau kalla og hlæja í fjarska. — Hvílíkt veður, sagði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.