Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 74
312
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
^— Ó, er þetta ekki himneskt, sagði hún, og það var mikil tilfinn-
ing í orðunum.
— Já, nokkuð svona, sagði hann, og vindilstubburinn lyftist á
vörunum.
Fyrir framan eitt húsið höfðu hænsn sloppið úr stíunni, og nokk-
ur af þeim voru við veginn.
Einar sá þau framundan, en hann hægði ekki á sér, heldur studdi
á hornið, og hænsnin urðu mjög felmtruð, og þau þeyttust út í
holtið og bak við húsið, og ein hænan hljóp meðfram veginum, því
hún þorði ekki í gegnum girðinguna, og var alveg óð af hræðslu.
Konan varð líka mjög hrædd og greip til bóndans, en hann hló
niður í bringuna.
— Sú held ég að verpi ekki í kvöld, sagði hann, púturæksnið.
Og bíllinn þeyttist fram úr henni.
Og svo voru þau komin inn að Kleppi. Einar sveigði bílnum í
hálfboga, og bíllinn nam staðar. Hann stanzaði svo snöggt, að þau
lyftust í sætinu.
— Eigum við að fara út, spurði hann.
— Eigum við það, sagði hún.
— Kannski við förum snöggvast út, sagði hann. Veðrið er svo
gott.
— Já, við skulum fara snöggvast út, sagði hún, og við skulum
vita, hvort við sjáum ekki einhvern vitleysing. Það leyndist eitthvert
ofvæni í röddinni.
Og svo gengu þau út.
Einar læsti bílhurðinni og skrúfaði upp allar rúðurnar, svo eng-
inn færi að djöflast í bílnum á meðan, en frúin skildi slæðuna eftir
í framsætinu.
Þau tóku eitthvað óvissa stefnu austur yfir holtið. Þau gengu
yfir hellurnar með jökulrákunum frá dögum ísaldarinnar, yfir holt-
ið og meldrögin og upp á hæðina fyrir neðan og námu þar staðar
og horfðu út á sjóinn. Það var blæjalogn og ekki skýskafa á lofti. í
fjörunni voru krakkar að henda steinum í sjóinn með miklum ærls-
unr. Maður heyrði þau kalla og hlæja í fjarska.
— Hvílíkt veður, sagði hún.