Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 56
294 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um ekki sætt okkur við skefjalausa dýrkun hans á valdamönnunum, hvort heldur þeir hétu Heródes, Kristján II, Mussolini eða Adolf Hitler. Fleirum en okkur sárnaði að horfa upp á, að einn þeirra manna, sem ákafast harðist fyrir því, sem kallað er andagift, lét sér farast eins orð og Kaj Munk, bæði fyrr og meira að segja eftir að stríðið skall yfir Danmörk og Noreg. Og við vorum að því komnir að strengja þess heit að opna aldrei framar bók eftir Kaj Munk, þegar lesa mátti í „Svendborg Avis“, að hann hefði látið svo um mælt á opinberum fundi á lýðháskóla íþróttamanna í Ollerup 28. júlí 1940: „Það er óhjákvæmilegt að minnast á Hitler í dag. Á j>ví leikur enginn efi, að hann er einn af fremstu mönnum veraldarsögunnar. Það Þýzkaland, sem við sjáum nú, er verk hans, og hann skapaði það með fulltingi andans, með lifandi orði . . . Styrkur Hitlers er trúin — persóna hans er trúarlegs eðlis . . . Því er haldið fram, að lýðræðið muni standast þessa raun, en ég segi, að lýð- ræðið sé á líkböranum. Mér er ekkert sárt um það, því að ég hef aldrei átt krakka með því. Aftur á móti veldur það mér sárrar hryggðar, með hverjum hætti þetta hefur gerzt.“ Brást Kaj Munk ekki einhverju því dýrmætasta á þessari jörð á háskastund þjóðarinnar? Það lá við, að okkur fyndist það. En um dagmálaleytið hálfu fjórða ári síðar var dreginn fáni á hálfa stöng á Hafnarháskóla, Garði og Konunglega leikhúsinu, þegar sú frétt barst sem eldur í sinu um höfuðborgina, að Kaj Munk hefði fundizt myrtur í skurði við þjóðveginn fyrir vestan Silkeborg. Um lágnættisbilið aðfaranótt þrettándans varð hann ofbeldi hinna ó- boðnu gesta að bráð. Þessi frétt kom eins og reiðarslag yfir okkur öll, enda var þetta upphaf hinna viðbjóðslegu rnorða hernámsár- anna, sem framin voru gegn okkur varnarlausum. Hver var þá þessi maður, og hvers vegna harmaÖi allt Danaveldi lát þess manns, sem sætt hafði svo mikilli gagnrýni og henni ósjald- an ómildri? Utan Danmerkur hefur oft verið litið á Kaj Munk sem þann mann, er flykkzt var um, sem ímynd haráttuandans í Danmörku. Þessi skoðun er röng. A meðan Kaj Munk var á lífi, var hann aldrei forvígismaður allrar þjóðarinnar og varla hluta hennar. Kaj Munk var leikritáskáld og prestur — og að sáralitlu leyti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.