Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 56
294 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um ekki sætt okkur við skefjalausa dýrkun hans á valdamönnunum, hvort heldur þeir hétu Heródes, Kristján II, Mussolini eða Adolf Hitler. Fleirum en okkur sárnaði að horfa upp á, að einn þeirra manna, sem ákafast harðist fyrir því, sem kallað er andagift, lét sér farast eins orð og Kaj Munk, bæði fyrr og meira að segja eftir að stríðið skall yfir Danmörk og Noreg. Og við vorum að því komnir að strengja þess heit að opna aldrei framar bók eftir Kaj Munk, þegar lesa mátti í „Svendborg Avis“, að hann hefði látið svo um mælt á opinberum fundi á lýðháskóla íþróttamanna í Ollerup 28. júlí 1940: „Það er óhjákvæmilegt að minnast á Hitler í dag. Á j>ví leikur enginn efi, að hann er einn af fremstu mönnum veraldarsögunnar. Það Þýzkaland, sem við sjáum nú, er verk hans, og hann skapaði það með fulltingi andans, með lifandi orði . . . Styrkur Hitlers er trúin — persóna hans er trúarlegs eðlis . . . Því er haldið fram, að lýðræðið muni standast þessa raun, en ég segi, að lýð- ræðið sé á líkböranum. Mér er ekkert sárt um það, því að ég hef aldrei átt krakka með því. Aftur á móti veldur það mér sárrar hryggðar, með hverjum hætti þetta hefur gerzt.“ Brást Kaj Munk ekki einhverju því dýrmætasta á þessari jörð á háskastund þjóðarinnar? Það lá við, að okkur fyndist það. En um dagmálaleytið hálfu fjórða ári síðar var dreginn fáni á hálfa stöng á Hafnarháskóla, Garði og Konunglega leikhúsinu, þegar sú frétt barst sem eldur í sinu um höfuðborgina, að Kaj Munk hefði fundizt myrtur í skurði við þjóðveginn fyrir vestan Silkeborg. Um lágnættisbilið aðfaranótt þrettándans varð hann ofbeldi hinna ó- boðnu gesta að bráð. Þessi frétt kom eins og reiðarslag yfir okkur öll, enda var þetta upphaf hinna viðbjóðslegu rnorða hernámsár- anna, sem framin voru gegn okkur varnarlausum. Hver var þá þessi maður, og hvers vegna harmaÖi allt Danaveldi lát þess manns, sem sætt hafði svo mikilli gagnrýni og henni ósjald- an ómildri? Utan Danmerkur hefur oft verið litið á Kaj Munk sem þann mann, er flykkzt var um, sem ímynd haráttuandans í Danmörku. Þessi skoðun er röng. A meðan Kaj Munk var á lífi, var hann aldrei forvígismaður allrar þjóðarinnar og varla hluta hennar. Kaj Munk var leikritáskáld og prestur — og að sáralitlu leyti

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.