Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 4
242 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mörg viðfangseíni þessara tillagna skyld þeim vandamálum sem bíða lausnar hér á landi. Mættu íslenzkir menntamenn því margt læra af fyrirætlunum Norðmanna, og væri full ástæða til að taka þær til rækilegrar atlmgunar. En að gera þeim nokkur skil er á einskis eins manns færi, og verður heldur ekki reynt hér. Tilgangur þessara orða er ekki sá að setja fram neinar ákveðnar skoðanir eða kenningar um hvað gera skuli, heldur aðeins að vekja máls á einu af mikilvægustu atriðum þessa framtíðarstarfs íslenzkra menntamanna: nýsköpun íslenzkra menningarmála. Framtíð okkar sem sjálfstæðrar menning- arþjóðar veltur framar öllu á því að skipulag menningarmála dragist ekki aftur úr verklegum framförum, að niarkið sé sett nógu hátt í vísindum, bókmennt- ttm, listum og almennri fræðslu, og að unnið sé markvisst og skipulega að því að koma öllum þessum málum í viðunandi horf. Ennþá brestur mikið á að svo sé, þó að margt hafi breytzt til batnaðar á síðustu árurn. Það skal tekið fram að það sem hér fer á eftir á einkum við íslenzk fræði, því að bæði eru íslenzk náttúruvísindi mér síðttr kunnttg og mál þeirra munu nú að ýmsu leyti vera að komast í betra horf en húmanistanna. Tómlœti íslenzkra menntamanna Islenzkir menntamenn hafa verið helzt til tómlátir um þessi efni, hafa gert allt of lítið að því að ræða þau opinberlega. Til dæmis má benda á að Jón prófessor Helgason skrifaði fyrir þrem misserum stórmerkilega grein í „Frón“ um verkefni íslenzkra fræða, og var hún síðar prentuð upp hér í Tímaritinu. En ekki hefur borið á því að einn einasti íslenzkttr menntamaður hafi tekið undir hana eða andmælt henni í riti. I greininni voru þó settar fram næsta at- hyglisverðar tillögur um þau störf sem íslenzkum menntamönnum er brýn nauð- syn að vinna hið bráðasta, og sum þeirra eru þannig vaxin að þatt þola enga bið. Ég skal ekki rekja þetta nánar hér; lesendum Tímaritsins má vísa til greinarinnar sjálfrar. Það hefði nú mátt ætla að þeir sem við íslenzk fræði fást hefðtt gripið fegins hendi þetta tækifæri til að koma fram með skoðanir sínar og tillögur, reynt að gera einhverja áætlun um þau störf sem fyrst bæri að vinna, benda á menn til þess og leggja slíkar áætlanir fyrir fjárveitingar- vald þjóðarinnar. En þetta befur ekki verið gert. Og þó liggur í augum uppi að þetta verður að gera skýrt og skorinort, það verður að sýna fram á það með óyggjandi rökttm — og þau eru til — að þessi verk verði að vinna nú þegar, því aðeins er hægt að ætlast til að nauðsynleg fjárframlög fáist. Mannfœð eða skipulagsskortur? Því er oft borið við að mannafla skorti. En ég er ekki trúaður á þá mótbáru. Hitt mun sönnu nær, að skortur er á skipulagi og vinnuskilyrðum. Á síðustu árum hefur íslenzkum menntamönnum verið auðvelt að afla sér tekna við kennslu og ntargs konar misjafnlega merkileg ritstörf, en það væri hörð kenn- ing að halda því fram að margir þeirra vildu ekki heldur vinna að fræðistörf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.