Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 32
270 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR eiganna í fyrr nefndum skilningi er úr sögunni, þar sem yfirstéttin gamla er ekki lengur til sem pólitískt áhrifavald. Ráðstjórnarlýð- ræðið, sem þar er nú í gildi, er stjórnmálaskipulag, sem mjög nálg- ast það að geta talizt fullgilt sósíalískt lýðræði. Siðíerðisspilling borgaralýðræðisins Þegar dæma skal um ákveðið stjórnmálaskipulag, hlýtur það ávallt að verða eitt meginsjónarmiðið, sem til greina kemur, hvert siðferðismat á það beri að leggja. Vér fordæmum til dæmis stjórn- málafyrirkomulag nazismans ekki sízt vegna þeirrar skipulögðu hagnýtingar og vísvitandi dýrkunar á lyginni, sem var eitt helzta einkenni þess. Sé nú slíkt siðferðismat lagt á það stjórnmálafyrirkomulag, sem nefnt er borgaralýðræði, fær það vissulega ekki umflúið mjög harð- an dóm. Borgaralýðræðið verður þar að gjalda fulltrúa sinna, borg- araflokkanna, eða þeirrar óskaplegu siðferðisspillingar, sem ein- kennir allan stjórnmálarekstur þeirra og telja verður eitthvert viður- styggilegasta einkenni vorrar vestrænu menningar. Því verður ekki neitað, að baráttuaðferðir hinna borgaralegu stjórnmálaflokka eru yfirleitt á því siðferðisstigi, sem hæfir hinu ófagra hlutverki þeirra, að verja og vernda auðvaldsskipulagið með örbirgð sína, atvinnuleysi, kreppur og styrjaldir, og koma í veg fyrir hina einu úrbót alls þessa böls, sem völ er á, sósíalismann. Hvernig mætti það hugsast, að settir málsvarar og réttlætendur slíks skipulags væru að jafnaði vandari að tækjum sínum en tilgangi? í þjóðfélagi borgaralýðræðisins, þar sem kosningaseðillinn er hið pólitíska yfirráðatæki að forminu til (þó að auðmagnið sé það í reynd), verður yfirstéttin óneitanlega að horfast í augu við þá hættu, að hún kunni eitthvert sinn að bíða lægri hlut í kosningum. Hún ætti þá ekki annars úrkosta til að halda þjóðfélagsvöldum sín- um og forréttindum en efna til uppreisnar og fella lýðræðisgrímuna, en sá kostur er ekki góður og engan veginn áhættulaus. Yfirstéttin verður því að geta tryggt það, að mikill hluti alþýðunnar greiði full- trúum hennar atkvæði sín af fúsum vilja. Og til þess verður hún að hafa tök á því að móta hugsunarhátt, þjóðfélagsskilning og stjórn- málaskoðanir þessarar alþýðu sér í hag. Þetta er nú hlutverk hinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.