Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 15
NÝI SÁTTMÁLI 253 þessa framkomu þeirra. Allt hefur verið gert til þess að gylla samn- inginn í augurn landsmanna. engin viðleitni sýnd til þess að halda fram málstað íslendinga, stuðningsmenn samningsins hafa talað og - skrifað þannig að ekki verður annað séð en að hagsmunir Banda- ríkjanna séu þeirn hugstæðari en réttindi Islendinga. Hvorttveggja — meðferð málsins og flutningur — ber vott um launráð og vonda samvizku. Hvernig má annað eins verða um íslenzka menn? Astæðurnar munu vera tvenns eðlis. Annars vegar eru lítilsigldir menn og haldn- ir þeim ómagahugsunarhætti að þeir örvænta um framtíð íslands, nema það sé skjólstæðingur og skóþurrka einhvers stórveldis. Þeir hugsa sem svo að Bandaríkjamenn muni fara sínu fram hvað sem vér segjum eða gerum, og þá sé um að gera að erta þá ekki, bjarga því sem bjargað verður, reyna að hafa samninga að féþúfu, beint eða óbeint, þó að eitthvað af frumburðarréttinum verði að koma í staðinn. Slíkir menn eru alltaf til í öllum löndum. I öllúm löndum sem Þjóðverjar hernámu í stríðinu síðasta voru til menn sem leituðu samvinnu við þá af þessum sömu rökum, til þess að þjóðir þeirra fengju betri kjör gegn undanlátssemi og uppgjöf réttinda. En hverj- ir unnu meira gagn: samningamennirnir eða hinir sem tóku upp baráttuna, þótt vonlaus virtist, og óttuðust pyndingar eða hráðan bana minna en hitt, að ganga á mála hjá erlendu ofbeldi og semja af sér réttindi þjóðar sinnar? Vér Islendingar þurfurn ekki langt að leita um slík dæmi. Sterkasta vopn vort í sjálfstæðisbaráttunni við Dani var ávallt það að forfeður vorir háru gæfu til að semja aldrei af sér rétt, þó að það gæti sýnzt hagræði í bili. Þess vegna mótmælti þjóðfundurinn 1851 aðgerðum Dana, þess vegna viður- kenndu Islendingar aldrei stöðulögin, þess vegna felldu íslendingar uppkastið 1908, og þess vegna unnu Islendingar baráttu sína að lok- um. En við öll þessi tækifæri voru til íslenzkir menn sem vildu sanm- ingaleiðina, en til allrar hannngju fyrir þjóðina fengu þeir því ekki ráðið. Þó að þessir postular kjarkleysis og vesaldóms séu hættulegir, þá er hins vegar annar hópur íslenzkra manna ennþá háskalegri, ekki sízt af því að völd þeirra og áhrif eru meiri. Það eru hreinræktaðir auðvaldssinnar sem óttast vaxandi fylgi vinstri flokkanna í landinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.