Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 73
MIKIÐ VOÐALEGA Á FÓLKIÐ BÁGT 311 miklu skemmtilegra að hafa sumarbústaðinn hérna einhvers staðar í nágrenninu en þarna upp frá. Það væri líka miklu þægilegra. — Já, en það er laxinn, góða mín, gleymdu því ekki. Og eigin- konan gat séð um leið og hann brosti, að vindillinn í munninum á honum var orðinn mjög blautur í endann. — Æjá, laxinn, laxinn, laxirin, hugsaði hún. Nei, engin hætta á, að hún gleynrdi honum. Eða árniðnum. Og hún mundi eftir dög- um, sem hún varð að bíða ein í sumarbústaðnum, og Einar stóð úti í ánni allan liðlangan daginn og sveiflaði stönginni í ákafa. Stundum varð hann ekki var tímunum saman og þá gat hann orðið leiður og vondur og sagði í bræði, ég bara fer að húkka helvítið. En stundum veiddi hann líka marga laxa, og þeir lágu í röð fyrir framan húsið, þegar hún kom út, og maður sá í rauð tálknin, og þeir göptu asnalega. Og Einar stóð sigri hrósandi og þerraði fingurna í grasinu. Og þá gat hún kannski sagt í gamni, bara af því að Einar var svo strákslega montinn, bara lil þess að segja eitthvað: Hefurðu nú ekki húkkað neinn af þeim? Og þá hafði hún spillt allri veiðiánægjunni, öllu sportinu, og Einar kom að því aftur og aftur, að hann hefði veitt þá alla með tölu á heiðarlegan hátt, fair play. Og hún var orðin dauðþreytt á þessu veiðitali, og var alveg hjart- anlega sama hvort það var fair play eða húkk. Já, sannarlega var engin hætta á, að hún gleymdi laxinum í bráð. — En Einar, sagði hún og færði sig nær honum. Mér finnst svo fallegt hérna inn við sundin. Og hún reif pappírinn utan af súkkulaðinu fremst, braut tvær litlar plötur og bauð Einari. En hann hristi aðeins höfuðið, og hún setti aðra plötuna upp í sig. — Jæja, sagði hann. Við skulum þá fara snöggvast inn að Kleppi. Og um leið sveigðu þau út af veginum, út af þjóðbrautinni, og veg- urinn varð verri og ósléttari. Hann hægði fyrst svolítið á sér, síðan smájók hann hraðann aftur. Maður gat fundið að smásteinar urðu fyrir hjólbörðunum, og þeir, sem voru tæpt, skruppu til, og sumir smullu á bílnum. Þegar þau komu upp á hæðina, sáu þau, að það var stafalogn á víkinni, og Esjan speglaðist í sjónum. Það var mjög tilkomumikið.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.