Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 59
KAJ MUNK 297 hinn frjálslyndi Grundtvigssinni Oscar Geismar, hafði djúptæk áhrif á Kaj Munk. Geismar sagði þessum námfúsa og greinda dreng til og vakti ást hans á Oehlenschláger og öðrum dönskum skáldum. Síðar kom hann honum einnig í kynni við rit Henriks Ibsens. Kaj Munk dreymdi sjálfan urn að verða skáld, og hann hefur sagt frá því, að frændi hans Nis Petersen, sem síðar varð kunnur af ljóðum sínum og skáldsögum, hafi lengi verið átrúnaðargoð sitt og fyrirmynd. En nú var Kaj Munk komið í skóla, fyrst í Maribo, síðan í Ny- köbing á Falstri, og þar lauk hann stúdentsprófi 1917. Á skólaár- unum gafst honum tími til margvíslegra skemmtana, æskuásta (hann áleit á þeim árum, að óhamingja í ástum væri nauðsynlegt skilyrði þess að geta ort) og nokkurs skáldskapar. Nokkur viðvaningsleg riss eftir hann voru birt í blöðum bæjarins, og Kaj Munk fór að hugsa um að hætta við áform sitt að lesa til prests og gerast blaða- maður. En rétt fyrir stúdentspróf kom andinn yfir hann. Til þess að spara steinolíu til ljósa heima fyrir (þetta var á stríðsárunum) hafði Kaj Munk fengið leyfi til að koma í skólann á morgnana löngu á undan öðrum nemendum. Þar samdi hann nú fyrsta leikrit sitt, „Pílatus“. Hugmyndina að því hafði hann fengið í samræðum við vin sinn, en við hann hafði Kaj Munk staðhæft, að Pilatus hefði gert sér ljóst hið góða og verið fús til að framkvæma það, en látið vélast og orðið dáðlaus af glundroða heimsins. Á 14 morgunstund- um samdi Kaj Munk alla fjóra þætti leikritsins og sendi það til Pios forlags í Kaupmannahöfn undir dulnefninu Harald Cajus — og tók aftur til við próflesturinn þar sem fyrr var frá horfið. Forlagið tók leikritinu mjög vel og bauðst til að ná tali af Jó- hannesi Poulsen, leikara við Konunglega leikhúsið og fá hann til að mæla með því að það yrði sýnt þar. Á meðan lauk Kaj Munk stúdentsprófi. Auðvitað ætlaði hann að lesa til prests til þess að verða við ósk- um hinna iðnu og atorkusömu fósturforeldra sinna og láta rætast einhvern hluta þeirra framtíðardrauma, sem hann dreymdi sjálfan. Hann hélt því til Kaupmannahafnar, ungur stúdent, sannfærður urn ágæti sitt og með ódrepandi kjark í lífsbaráttunni. Prófessorarnir komust ekki hjá því að kynnast honum af eigin reynd. Hann gaf sig

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.