Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Qupperneq 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Qupperneq 55
CHR. WESTERGÁRD-NIELSEN: KAJ MUNK Danmörk og Noregur hrepptu sömu örlög vorið 1940, en þjóð- irnar tóku þeim hvor ó sinn veg. Norðmenn, sem alizt hafa upp við fjöll og sjó, beittu þegar í stað þybbni og mótspyrnu og létu ekki bugast. Við Danir, sem kunnum bezt við okkur á flatlendinu og höfum lært að breyta um stefnu og fikra okkur áfram, þegar á móti blæs, urðum fyrst að átta okkur á rás viðburðanna, eftir að við höfðum reynt árangurslaust að sætta okkur við það, sem yfir hafði dunið. I Noregi varð baráttan þegar í upphafi andleg viðreisn, og þjóðin eignaðist hóp skálda, sem blésu henni þori og andstöðuþreki í brjóst með kvæðum sínum. Ég skal láta ósagt, hvort ástæðan er munur á þjóðareðli og lífs- skoðun eða virðing fyrir bundnu máli, en Danir munu ekki hafa eignazt nema eitt skáld, sem nokkuð kvað að, á þessum stríðsórum, og í raun og veru varð hann ekki sameign þjóðarinnar fyrr en hann var látinn. Þetta skáld var Kaj Munk, sem var borinn og barnfæddur á slétt- lendi Lálands og harðnaði í óblíðu og veðurbörðu prestakalli á Vestur-Jótlandi. Það stóð styr um þetta skáld í lifanda lífi, en eitt er víst, að hann unni ættjörð sinni og lét lífið fyrir þá ást sína. Kaj Munk var löngu kunnur leikritahöfundur, þegar stríðið hófst, en flestunr fannst víst frami hans nokkuð óeðlilegur, helzt til hrað- fara. Og þótt hann ætti aðdáendur og vini, átti hann engu síður fjandmenn. Kaj Munk sætti mikilli gagnrýni, og það eins eftir að hann hafði hrifið hvikula og duttlungafulla leikhúsgesti höfuðborg- arinnar með list sinni. Mál hans og stíll, sem að margra dómi var stórviðburður í dönskum bókmenntum, virtist einkum okkur yngri háskólagengnum mönnum bera of mikinn keim af stúdentamálfari — eins og það væri sótt beint í kvörtunarbók Garðbúa. Og við gát-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.