Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 68
306 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og auðskildu máli. Frjálslegur blaðamannastíll hans gerði það að verkum, að ræður hans urðu aldrei leiðinlegar, og margar þeirra geta jafnvel áhugalausir menn um trúmál lesið sér til mikillar á- nægju. Listin og trúin urðu að dómi Kaj Munks ekki greindar sundur. Trúna kallaði hann eldri systur listarinnar, og prestur og prédikari varð hann af heilum hug, þegar honum var varnað máls af leiksviði. Hann vildi vekja þjóð sína, ekki aðeins til þess að trúa á guð, held- ur og til að trúa á Danmörku. Síðustu prédikanir hans eru gegn- sýrðar óbilandi trú og óttalausri festu gagnvart hinu illa í gervi framandi ofbeldismanna. Honum var bannað að prédika í Kaup- mannahöfn stuttu fyrir jól 1943, en honunr tókst samt sem áður að flytja þar guðsþjónustu í annarri kirkju en til hafði verið ætlazt, og þeir sem heyrðu ekki til hans í kirkjunni, fengu síðar kost á að lesa útdrátt úr ræðu hans í leyniblöðunum. I stjórnmálum var ákaflyndi Kaj Munks svo mikið, að við lífs- háska lá. I honum brann hinn eilífi eldur, og varkár íhugun var hon- um óeðlileg. Oheillavænleg hrifning hans af drottnurum eins og Hitler og Mussolini var farin að réna, þegar stríðiS skall yfir Dan- mörku, en var þó ekki horfin með öllu, eins og kaflinn úr ræðu hans í Ollerup, sem vitnað var í hér að framan, bar vott um. Úr því að minnzt hefur verið á þá ræðu, er engu síður skylt að geta þess, að undir eins í ágústmánuði sama ár viðurkenndi hann á stúdenta- mótinu í Gerlev, að hann hefði hlaupið á sig: „Það situr kannske sízt á mér að sakfella neinn, mér, sem var sjálfur vélaður af þessari nýju þýzku kenningu, mér, sem liélt, að Hitler mundi koma með eitthvað, sem að gagni mætti verða; en nú sé ég, að hugsjón hans er lygi, lygi, lygi og ekkert annað“. Og Kaj Munk afneitaði lyginni af öllu örgeðja prestshjarta sínu, af allri sál skáldsins — í senn í opinberu lífi, í afskræmingu lýðræðisins, í kenningu Hitlers og hjá sjálfum sér. Hann þekkti engan meðalveg, en elskaði sannleikann, en sá eiginleiki er miður hentugur stjórnmálamanni. Þegar Kaj Munk varð að horfast í augu við beiskan veruleik- ann og taka afstöðu gegn því mannhatri, sem þýzka ofbeldisaldan reis af, gekk hann í liÖ með stjórnmálaflokknum „Dansk Samling“ og varð ötull starfsmaöur við tímarit flokksins. „Dansk Samling“

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.