Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 159
UMSAGNIR UM BÆKUR
149
máski er hún að sumu leyti holi lesn-
ing á hinni hraðfara breytingaöld, sem
við lifum nú á. Persónurnar eru frem-
ur sviplitlar. Þó er Anna hugþekk per-
sóna og ber þrátt fyrir allt öfugstreymi
svipmót nýs tíma. Brandur er hins
vegar ofurseldur umhverfinu, almenn-
ingsálitinu. Hann vill þræða hinn vand-
rataða veg rétttrúar og ráðvendni.
En hvað stoðar það? Tortryggni og
meinfýsi samferðafólksins hittir ekki
síður þann samvizkusama og vamm-
lausa. Eyjólfur á Húsum er fremur illa
gerð persóna. Hann segir stundum það,
sem hann á aðeins að hugsa. Dæmi:
það, sem hann segir við Onnu á bls.
32: „Minn tími kemur seinna. Lífið
hefur kennt mér að bíða eftir tæki-
færunum. Þolinmæðina, þá miklu
dyggð veiðimannsins, skortir mig
ekki.“ Talsvert bragð er að Þórði Atla-
syni, sem lifir allur í frægðarljóma
fornaldarinnar.
Prófarkalestur er sæmilegur. Þó eru
nokkrar rangar beygingar — og rit-
villur í bókinni. Þessar eru meinleg-
astar: lútir fyrir lýtur á bls. 26, óvætt-
in fyrir óvætturin á bls. 45, boðviði
fyrir borðviði á bls. 96, vallendisbökk-
unum fyrir valllendisbökkunum á bls.
97, samrýmdri fyrir samrýndri bls. 123,
hvorki ... eða fyrir hvorki né á bls.
238.
Eg gat þess í upphafi, að mér þætti
höfundur þessarar bókar leita langt yf-
ir skammt að yrkisefni. Á lífi einstakl-
inganna og hinum íslenzka þjóðarbú-
skap í heild verða nú svo örar breyt-
ingar, að þær kalla á skáldin að taka
vandamál líðandi stundar til meðferðar
og skýra, hvað raunverulega er að
gerast, bæði hjá þeim, sem enn þrauka
við sveitabúskap, og þeim, sem eru að
skapa nýja menningu í rísandi borgum.
Máski er þessi saga fyrsti áfanginn
á þeirri leið. En hún byrjar svo aftar-
lega og gengur svo seint fram, að
liöfundurinn kemst seint á leiðarenda,
nema hann greikki sporið.
Helgi J. Halldórsson.
Agúst H. Bjarnason:
Saga mannsandans.
HlaSbúS 1949.
Mörcum bókfúsum manni mun það
enn í fersku minni, er hann las fyrsta
sinni „Sögu mannsandans“. Drungi
vanans grúfði þá enn yfir þröngum
andlegum sjónhring, hefð og kreddur
fjötruðu hugsunina. Bókakostur al-
mennings opnaði varla nokkra smugu
út að hinum víða heimi. Mannkyns-
sagan var einvörðungu persónu- og
hemaðarsaga, öll trúarbrögð villutrú
og hindurvitni heiðingja, nema auð-
vitað hin eina sanna trú, sem við ját-
uðum sjálfir. I stuttu máli: þrátt fyrir
bókhneigð sína sat þjóðin í andlegu
myrkri, hneppt í kreddufjötra. Aðeins
örfáum mönnum var kunnugt um hina
miklu menningarstrauma, sem borið
höfðu mannkynið fram á við.
Þá birtist ex oriente lux. Fátækur
menntamaður réðst í það stórvirki að
opna augu íslendinga íyrir stórkost-
legri þróun, baráttu, tvísýni og sigrum
mannsandans. Það gerðist án skrums
og auglýsinga. í ljósri rólegri frásögn
lýsti prófessor Ágúst framsókn manns-
andans, baráttu vaknandi og vaxandi
þekkingar við rammt og hefðgróið
íhald. Með kyndli árþúsunda gamallar
vizku lýsti hann inn í leyndustu fylgsni
nútíma kreddna, tók okkur, unga