Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 161

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 161
UMSAGNIR UM BÆKUR 151 höfundur gleymi ásetningi sínum um varfærni og lýsi beinlínis trúarhug- fnyndum frumstæðra núlifandi þjóða -— og jafnvel fornþjóða með háþróaða menningu — eins og það ætti óskoraS við um trúarhugmyndir frummannsins og þróun þeirra. Eins er stökkið frá -— hinum strjálu — steingervingafundum fomleifafræð- innar til anda gædds og menningu skapandi manns sannkallað salto mor- tale. Eg efa ekki, að höfundi er þetta sjálfum fullljóst, en mér finnst, að hann hefði vel mátt benda lesendum sínum rækilegar á erfiðleikana og skýra þeim frá hinum fjölmörgu vafa- atriðum, sem enn þá loöa við þróunar- kenninguna. Höfuðvandinn er í því fólginn, að skýra uppruna hugsunar og sköpun menmngar. Skynsemd dýrs- ins er bundin eðlishvötum þess; hún nær ekki út fyrir það svið, sem tryggir fullnægingu þeirra. Hvemig losnaði ein tegund dýra — eða e. t. v. margar teg- undir — úr þessum fjötram? Ótvírætt svar við þessari spumingu gæfi full- komna skýringu á uppruna mannsins. En hún er ekki fengin enn. Tveir heimspekingar, sem á síðustu áram gerðu merkilegar tilraunir til að skýra þróun manns og menningar, taka þetta vandamál að mínu viti alvarlegar. Ég á þar við rit A. Gehlens: Der Mensch, Berlin 1940 og Lecomte du Noiiy: Human Destiny, New York, London, 1947. Kenningar beggja virðast mér þó stranda, hvor á sinn hátt, einmitt á hinni torveldu skýringu um upprana manns og menningar. En margt er snjallt og skarplega athugað hjá þeim. Hið sama má segja um „Forsögu manns og menningar". Þrátt fyrir þá hulu, sem hvílir yfir aðalviðfangsefni bókarinnar, þróun lífsins frá dýri tií manns, er hún full af fróðleik og margt er vel sagt í henni. Víðtæk þekking, fágæt orðfimi og óbifanleg sannleiks- ást höfundar einkenna hana. II. Austurlönd. Fyhhi útgáfan birtist 1908. Síðari út- gáfan er á margan hátt breytt og auk- in. Ber þá einkum að nefna tímatal, sem nú fylgir höfuðþættinum um hverja þjóð eða þjóðaheild. Er að því hið mesta hagræði við lestur bókar- innar og auðveldir mjög samanburð á sögu hinna ýmsu þjóða. Þá era í síðari útgáfunni fjölmargar myndir, en þær voru engar í útgáfunni frá 1908. Bregða þær skýru ljósi yfir ýmis menn- ingarsöguleg atriði, sem bókin greinir frá. Þá era nokkrir þættir nýir í síðari úlgáfunni, svo sem kaflinn um Sú- mera og Akkadi og kaflinn um Egypta. Af nýju köflunum þykir mér þó vænst um Gilgames-söguljóðið og um Gandi- kaflann. — Of langt mál yrði að telja upp þær breytingar, stórar og smáar, sem höfundur hefur gert á þessu riti' sínu. Höfuðþættir bókarinnar era þó hinir sömu og fyrr. Hún hefst með rækilegu ágripi af sögu og menningu Kínverja. Era sögð æviatriði einstakra spekinga og kenningar þeirra raktar allítarlega, en þeim samfara er þróun trúarbragð- anna. Við fáum að fylgjast með því, hvemig hinum yfirlætislausa Kung-tse tókst að skapa þessari risavöxnu ■ þjóð andlega hámenning, sem tryggði jafn- an viðgang hennar og varð henni styrk- ur í ýmsum raunum. „Með keisaraleg- um fyrirmælum var honum smám sam- an lyft stig af stigi, og á vissum árs- tímum brenndu bæði keisarinn og em-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.