Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 80
286
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Fleiri en einn gagnrýnandi, íleiri en eitt skáld liafa skilgreint nútíma-
ljóð á þá leið að þau væru öskur, óp — óskipuleg og ótempruð. An efa
er fólginn í þessu mikill sannleikur, og án efa er þetta mikil hætta. Nak-
ið óp er ekki skáldskapur: hast ihr Geschrei iibertönt mit Ordnung,
segir Rilke. Mikið af Ijóðum þýzkra expressíónista um 1920 voru ekki
annað en nakið óp og lifa nú ekki lengur.
Þetta einkenni, ópið, er að sjálfsögðu að nokkru leyti afleiðing þess
hvaða skáldskapargreinir menn iðka. Nú á dögum yrkja menn ekki
mikið af deskriptívum Ijóðum, né epískum, og forðast eftir mætti rhetor-
íkina. AS vísu má sjá rhetoríska drætti nokkuð víða hjá nútímaskáld-
um, en engu að síður er ekkert gagnstæðara nútímaskáldskap en rhe-
torík. Lýrisk ljóð hafa verið einkenni skáldskapar aldarinnar, og meta-
fysisk, æ meir metafysisk.
En aðalorsakar fyrirbærisins er þó lengra að leita. 011 túlkun, list-
ræn og ólistræn, er alltaf að nokkru leyti fölsun. ÞaS er alltaf nokkuð
bil milli reynslunnar sem við ætlum að túlka og túlkunarinnar sjálfrar.
Þetta vita og viðurkenna allir og það rná segja að sterk bókmenntahefð
komi meðal annars fram í samkomulagi hlutaðeigenda um viss form
fyrir sannreynd, nokkurs konar ófullkomin tákn lífsins, í þeirri vissu
að lífinu sjálfu er aldrei hægt aS ná. Nútímaskáld hafa helzt viljað af-
neita þessum ófullkomleika mannlegrar tjáningar, þau hafa reynt að
útmá bilið milli sannleika og tjáningar, milli lífs og listar. ESa, þar sem
þessu marki verður aldrei náð: þau hafa viljað gera þetta bil sem allra
minnst.
í þessu skyni hafa þeir afþakkað hina sæmilega öruggu en takmörk-
uðu leiðsögn fortíðarinnar og reynt að skapa skáldskap þar sem allir
hlutir, 'óU orð eiga heima. MarkmiS þeirra hefur ekki verið að skýra
Quartets suggests, a kind of poetic equivalent of „sonata form“, containing wliat
is best described as five „movements", each with an inner necessary structure, and
capable of the symphonic richness of The Waste Land or the chamber-music beaut-
ies of Burnt Norton.
og T. S. Eliot, Tlie Music of Poetry, 1942: The use of recurrent tliemes is as nat-
ural to poetry as to music. There are possibilities for verse which bear some an-
alogy to the development of a theme by different groups of instruments; there
are possibilities of transitions in a poem comparable to the different movements of
a symphony or a quartet; there are possibilities of cantrapunctal arrangement of
subject-matter.