Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 21
HEIMA OG HEIMAN
11
ýmsum áttum til þess að fara að líkneskjum með bareflum: bæði gyð-
íngar og múhameðsmenn eru enn í dag seldir undir kenníngar mynd-
brotastefnu að nokkru leyti, sömuleiðis ber þó töluvert á myndbrota-
stefnu í lúterstrú, kalvínstrú og í öðrum úrkynjuðum, hálfkristilegum
flokkum af því tagi. í íslenskum sögnum geymist minníng þess er Gissur
Einarsson súperintendent í Skálholti braut krossinn helga í Kaldaðar-
nesi.
Af tvennu illu virðist mér ólíku frækilegra að reka myndbrotastefnu
sem opinbera listpólitík heldur en koma upp á almannafæri í Reykjavík
fleirum lafafrökkum eða öðrum afkáraskap þesskonar sem smákaupstað-
arlegar höfðíngjasleikjur ímynda sér að sé list. Það er miklu betra að
hefja opinbert stríð gegn list með bareflum heldur en hafa lafafrakka í
staðinn fyrir list. En það leiðir af sjálfu sér, að fyrst verða að vera il
einhver listaverk á torgunum, áður en tekið er til við að brjóta þau.
Ailagisháttur.
Ég var áðan að tala um hvað það væri skrýtið þegar fólk gleymdi altí -
einu að nefna þá hluti sem það hefur verið að tala um alla sína ævi, eins-
og þegar íslendíngar kunna altíeinu ekki leingur að nefna Norðurlönd.
Þetta er einsog afturgeingin sagan um manninn sem sigldi fyrir Reykja-
nes, og var svo forframaður þegar hann kom aftur að hann þekti ekki
leingur hrífu og spurði, hvaða andskotans krjádel er nú þetta hér uppá
íslandi. Mikið af þessum ófögnuði á rót sína að rekja til þess er einhvers-
konar málleysíngjar (oft lærðir) taka sig til að leiðrétta bjargfast al-
þýðumál, og fara að kenna blaðamönnum og kaupmönnum eitthvert
óþekt sérmál um algeingustu hluti. Eitt af því sem þessir afturréttíngar
hafa undanfarið verið að reyna að troða inní blaðaskrifara, útvarps-
menn og búðarfólk er nýstárleg meðferð orðsins net. Nýbreytnin er í því
falin að skjóta inn joði sem víðast í beygíngarmyndum orðsins. Það er
að vísu rétt, orð þetta hefur verið beygt sem ja-stofnsorð sumstaðar í
Norðurlandi, einkum þar sem ekki hafa verið notuð net, og það er sjálf-
sagt hægt að sanna með lærdómi að einhverjir dalakollar á „hinum norð-
urlöndunum“(!) hafi í kríngum Krists burð kallað net með orði sem
réttlæti í nútímaskólum beygíngu þess með joði. En hér á Suðurlandi,