Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 23
HEIMA OG HEIMAN
13
þykir þá ekki manneldi í honum leingur (— fisk á reyndar að berja eftir
þessari fornu skothendu fiskakarla:
Berðu mig að utan og attan,
þá skal ég ekki vera þér erfiður í hnakkann.)
Þetta hafa sem sagt allir íslendíngar vitað síðan land bygðist. Altíeinu
er vaxin upp kynslóð, sem að vísu heldur áfram að herða skreið, en hef-
ur ekki leingur hugmynd um hvernig á að matreiða hana. Fiskurinn er
barinn laungu áður en ætlast er til að hans sé neytt, og þegar búið er að
berja hann í mél og mask er hann vafður gagnsæum sellófanumbúðum
og geymdur vikum eða mánuðum saman í upphitaðri verslunarbúð, og
jafnvel látin skína á hann sól. Þegar hann er borinn á borð er lítil matar-
furða í honum leingur, hann er einna áþekkastur uppþornaðri fúaspýtu
molnaðri, vottar ekki fyrir fisklykt af honum, því síður fiskbragði, að-
eins einhverri tegund ólyktar og óbragðs; slík vara er í hæsta lagi elds-
matur.
Svona aflagishætti svipar einna helst til þess að menn vöknuðu altí-
einu upp við það einn morgun að þeir kynnu ekki leingur að fara í sokk-
ana eða binda á sig skóna.
Æfintýri frá blómaskeiði kalda stríðsins.
Þeim sem ferðast hefur um Vesturevrópu fyrir nokkrum árum, og aft-
ur nú, leynist ekki hver breytíng er orðin á andrúmslofti. Stríðsæsínga-
menn eiga bersýnilega mjög erfitt uppdráttar sem stendur; þótt síaukn-
um fjárfúlgum sé til kostað vestanum haf að efla stríðsboðskapinn og
reyna að halda við kalda stríðinu, þá er sem stríðsöflin einángrist æ meir
með hverjum degi sem líður.
Fyrir nokkrum árum réðu stríðsæsíngamenn lögum og lofum um alla
Evrópu, þeir höfðu grafið um sig með fjárburði í flestum alþíngum álf-
unnar og furðu mörgum opinberum stofnunum, jafnvel í innanhéraðs-
stjórnum víða um lönd. Þeim hafði í fyrstu lotu tekist að hræða evrópu-
menn með aðferðum hins sálræna stríðs sem þeir nefndu svo; um tíma
hafði þeim tekist að gera fólk svo hrætt, að þeir töldu sig ekki leingur
þurfa að virða nein takmörk skynsemi eða velsæmis. Sálfræðileg þekk-
íng var hinsvegar slík í miðstöðvum stríðsáróðursins, að frumkvöðl-