Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 41
UM GARCÍA LORCA 31 ÞjóðkvæSi Leikbrúður „Ef til vill á engin þjóð annan eins þjóðkvæðasjóð og spánverjar,“ sagði fremsti þjóðkvæðasafnari þeirra á 19. öld, Lajuente y Alcántara, og öllum heimildum, sem ég hef rekizt á, ber saman um, að þar sé um óvenju auðugan garð að gresja. Anna Maria Roos segir í bók sinni „Ur Spaniens diktning“: „í einu tilliti eru spænsk þjóðkvæði frábrugðin því, sem þekkist í öðrum evrópulöndum: þau eru ekki safn steingervinga, heldur jurtagarður í góðri rækt; kvæðin lifa ekki aðeins á vörum fólksins, heldur fjölgar þeim án afláts, af því að alltaf er verið að yrkja til viðbótar. I Andalúsíu, mestu söngvabyggð Spánar, er enn í dag sungið við gítar á öllum samkomum alþýðu -— í brullaupsveizlum, skírnarveizlum, á dansleikjum — og margar af vísunum eru ortar í tilefni þessa ákveðna samkvæmis. Flestar þeirra hljóta auðvitað hægt andlát strax eftir fæð- inguna, en beztu vísurnar — þær sem af bera að hnyttni, Ijóðrænni feg- urð og tilfinningu — ná skjótum vinsældum og berast sveit úr sveit.“ í þessu umhverfi dvaldist García Lorca öll sín æskuár fram til tvítugs, og úr þessum jarðvegi eru öll helztu skáldverk hans sprottin. Federico hélt tryggð við hugfang sitt, leiklistina, einnig eftir að hann kom til Granada. Fyrsta leikfang, sem hann keypti sér fyrir eigið fé, var smáleiksvið til heimanota, og segist Francisco svo frá, að Federico hafi brotið upp sparibaukinn sinn til að ná í peninga fyrir „fasteigninni". Um sama leyti byrjaði hann einnig að nota leikbrúður, og með þessu móti kynntist hann helztu lögmálum leiksviðsins þegar á barnsaldri. Leikhús höfðu verið starfrækt reglulega í Granada í rúmar þrjár aldir, og stóð þvi leikmenning borgarinnar á gömlum merg. Systkinin fóru mjög oft í leikhús með foreldrum sínum, og þar sá Federico barnaleiki sína leikna í alvöru af fullorðnu fólki, sem náð hafði listtökum á íþrótt- inni. Leikrit García Lorca bera það líka með sér, að hann þekkti tækni leikaranna, lögmál sviðsins og möguleika leikhússins alla út í æsar, svo að hann gat „leikið á Ieikhúsið“ af sama öryggi og snjallasti fiðlari á fiðlu sína. Athyglisvert er, að fyrri leikrit hans eru flest brúðuleikrit, mjög færð í stílinn og táknræn, en hin síðari ætluð fyrir venjuleg leikhús og raunsærri; sem sagt sama röðin og á bernskukynnum hans af leiklist- inni. Er þetta ekki eina dæmið um „hreinar Iínur“ í lifi hans og list, held- ur er eins og hann fylgi alltaf „beinni braut“ og geti ekki farið út af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.