Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 41
UM GARCÍA LORCA
31
ÞjóðkvæSi
Leikbrúður
„Ef til vill á engin þjóð annan eins þjóðkvæðasjóð og
spánverjar,“ sagði fremsti þjóðkvæðasafnari þeirra á
19. öld, Lajuente y Alcántara, og öllum heimildum, sem ég hef rekizt á,
ber saman um, að þar sé um óvenju auðugan garð að gresja. Anna Maria
Roos segir í bók sinni „Ur Spaniens diktning“: „í einu tilliti eru spænsk
þjóðkvæði frábrugðin því, sem þekkist í öðrum evrópulöndum: þau eru
ekki safn steingervinga, heldur jurtagarður í góðri rækt; kvæðin lifa
ekki aðeins á vörum fólksins, heldur fjölgar þeim án afláts, af því að
alltaf er verið að yrkja til viðbótar.
I Andalúsíu, mestu söngvabyggð Spánar, er enn í dag sungið við gítar
á öllum samkomum alþýðu -— í brullaupsveizlum, skírnarveizlum, á
dansleikjum — og margar af vísunum eru ortar í tilefni þessa ákveðna
samkvæmis. Flestar þeirra hljóta auðvitað hægt andlát strax eftir fæð-
inguna, en beztu vísurnar — þær sem af bera að hnyttni, Ijóðrænni feg-
urð og tilfinningu — ná skjótum vinsældum og berast sveit úr sveit.“
í þessu umhverfi dvaldist García Lorca öll sín æskuár
fram til tvítugs, og úr þessum jarðvegi eru öll helztu
skáldverk hans sprottin.
Federico hélt tryggð við hugfang sitt, leiklistina, einnig eftir að hann
kom til Granada. Fyrsta leikfang, sem hann keypti sér fyrir eigið fé, var
smáleiksvið til heimanota, og segist Francisco svo frá, að Federico hafi
brotið upp sparibaukinn sinn til að ná í peninga fyrir „fasteigninni".
Um sama leyti byrjaði hann einnig að nota leikbrúður, og með þessu
móti kynntist hann helztu lögmálum leiksviðsins þegar á barnsaldri.
Leikhús höfðu verið starfrækt reglulega í Granada í rúmar þrjár aldir,
og stóð þvi leikmenning borgarinnar á gömlum merg. Systkinin fóru
mjög oft í leikhús með foreldrum sínum, og þar sá Federico barnaleiki
sína leikna í alvöru af fullorðnu fólki, sem náð hafði listtökum á íþrótt-
inni. Leikrit García Lorca bera það líka með sér, að hann þekkti tækni
leikaranna, lögmál sviðsins og möguleika leikhússins alla út í æsar, svo
að hann gat „leikið á Ieikhúsið“ af sama öryggi og snjallasti fiðlari á
fiðlu sína. Athyglisvert er, að fyrri leikrit hans eru flest brúðuleikrit,
mjög færð í stílinn og táknræn, en hin síðari ætluð fyrir venjuleg leikhús
og raunsærri; sem sagt sama röðin og á bernskukynnum hans af leiklist-
inni. Er þetta ekki eina dæmið um „hreinar Iínur“ í lifi hans og list, held-
ur er eins og hann fylgi alltaf „beinni braut“ og geti ekki farið út af