Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 106
96
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
var og jafnvægi, lét ég mér nægja þögult samþykki: Auðvitað, og þá
taka prestar og vísindamenn höndum saman eins og elskandi bræður.
Langt er síðan nokkur djúpstæður meiningarmunur hefur verið milli
þessara tveggja aðila. Hver sem vill sannfærast um það þarf ekki annað
en hlýða á fyrirlestra í guðfræðideild og náttúruvísindadeild Háskóla
Kaupmannahafnar. Báðar þessar fræðastofnanir — kirkjur — ræna
menn hverju mikilvægu verkefni, þær berjast hraustlega til að fullvissa
mann um að sérhvert málefni sé ákveðið fyrirfram: sigur hins góða á
hinu illa og ósigur hins lífeðlislega-neikvæða fyrir hinu lífeðlislega-já-
kvæða, þangað til allt endar eins og nasavitið vill hafa það, ef ekki
fyrr, þá þegar sólin slokknar og jörðin verður að ísklumpi. Ef satt skal
segja er einstaklingurinn með þessu gerður óþarfur og frá honum, og
mannkyninu með, tekin allur sannur virðuleiki. Að minnsta kosti þeim
sem æ meir sannfærist um að glötunin sé hugsanleg og telur einstakling-
inn ómissandi sem eitt af fortakslausum kenniteiknum hins mannlega.
Að þessu sinni var minni þögulu andstöðu ekki andmælt, því fyrir
framan fæturna á okkur hrúgaðist moldin upp undan moldvörpu sem
rétt á eftir kom í ljós með bleikrauðar lappir og þefandi trýni. Og
trýnið var blóðugt, og við stóðurn hreyfingarlausir í morgunkyrrðinni
og horfðum á hina dökkleitu skepnu sem hafði skotizt upp frá neðan-
jarðar baráttu sinni og var nú aftur farin að grafa sig til baka gegnum
plægða moldina, en presturinn furðaði sig á hvað dýrið væri að vilja
hér. I þessari hreinu sendnu jörð átti það ekkert erindi að hans dómi,
hér voru engir ormar. Með seinlátum hreyfingum skreið moldvarpan
gegnuin sandinn og hvarf augum okkar, og við urðum að halda áfram
án þess að fá nokkra skýringu á þessu blinda fyrirbrigði.
Nú tók gestgjafi minn aftur til máls, án sýnilegra tengsla við fyrra
umræðuefni, og fór að tala um hræðsluna. Hann hafði komizt í gott
skap við að sjá moldvörpuna og hélt áfram masi sínu, en ég hlustaði
ekki á hann, kátína hans snart mig ónotalega. Á seinni árum hefur
hræðslan orðið mönnunum hugleikið umræðuefni, en ég hef oft orðið
þess var að menn skrifa og tala um hana af hrifningu, kappræða hana
í samkvæmum með undarlegu samblandi af öldungaáhyggjum og kát-
ínu. Hún getur verið barnahræðsla og virzt sönn. Dani einn, sem hefur
kynnzt henni, hefur gefið henni lokaheitið „mannsótti“. En á alvarleg-
um augnablikum getur sá grunur læðzt inn hjá manni að þessi áhyggju-