Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 5
HANNES PÉTURSSON: Tvö kvæði AXLAR-BJÖRN Hann rís við dogg og rýnir lengi fram að rekkju gestsins dimma óttustund: Nei ekki, nú skal þyrma loks og þó ég þungum huga vaki skal öx mín hvergi ötuð blóði í nótt. Hann leggst á ný til svefns. I súð og vegg og svörtum skuggafyllum allt í kring býr nálægð gestsins, rænir allri eirð öflug og sterk unz líkt og krumla fast um kverkar taki þá rís hann upp og gengur þvert um gólf og gest til bana heggur, fálmar hratt um flet og mann og finnur vænan sjóð, felur öxi á ný að hurðarbaki, leggst í rekkju, fellur fast í svefn við flæsuvind á lágu gisnu þaki.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.