Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 11
VANDAMÁL SKÁLDSKAPAR Á VORUM DÖGUM 121 an samkvæmt hugsunarhætti stjórnmálamanna, hvorki rithöfunda inn- an sama félags, né rithöfunda sitt hvorumegin við landamæri ellegar sitt hvorumegin við járntjald. Er kanski hægt að finna amrískan bónda sem lángar til að skjóta kínverska bændur af því honum líkar ekki við hag- stjórnarkerfið í Kína? Eða er til norskur stúdent sem lángar til að stytta rússneskum stúdent aldur af því hugmyndir þeirra um ýmsa hluti eru ólíkt mótaðar af mismunandi söguþróun í hvoru landi um sig? Eða er hægt að hafa uppá tveim verkamönnum, öðrum eystra hinum vestra, sem vilja gera hvor annan höfði styttri þó annar taki daglaun sín frá einkafyrirtæki sem hann telur heiðarlegt firma, en hinn frá ríki sem hann þykist hafa ástæðu til að kalla sitt? Ég heyrði á dögunum í útvarp- inu vilnað til orða sem biskupinn í Jórvík hefði látið sér um munn fara í páskaboðskap sínum, en þar hélt hinn háæruverðugi herra því fram að vetnisspreingjan ætti rót sína að rekja til þess haturs sem þjóðir heimsins bæru í brjósti hver gegn annarri, og væri tjáníng þess. Vera má að þetta heiftúðuga fólk: bændur, verkamenn, verslunarfólk og stúdent- ar verði fundnir í Jórvíkurbiskupsdæmi. En að fólk þetta hafi fundið upp vetnisspreingjuna til að tjá hatur sitt gagnvart öðrum biskupsdæm- um, — það eru nýúngar. Ég veit vel að hjá fjölda nútímafólks ríkir sérstök tegund forlagatrú- ar, fólgin í tilhneigíngu til að gefa sig mótstöðulaust í vald stjórmnála- mönnum, og vantrú á menníngunni yfirleitt. Og hafi maður á annað borð viðurkent hugsunarhátt stjórnmálamanna, þessara manna sem ,,hafa sannfærst um að enn (þ. e. á vorum dögum) er aðeins einn hlutur til, sem getur skapað veruleik — og þetta er vald“ (Trygve Lie, ívitnað úr Politiken 1. 5. 54), þeirra manna sem því eru næstir að neita raun- hæfu gildi allra mannlegra verka, að undanskildu ofbeldi, — hafi maður einusinni beygt sig í huganum fyrir þessu siðleysi, þá er reyndar rökrétt að gera hlut menníngarfrömuða sem minstan, eða jafnvel telja hann einskisverðan. Enda er nú svo komið, að það hlutverk sem orðsins menn höfðu áður í opinberu lífi ýmsra þjóða, einnig hér í Noregi, hefur nú verið feingið stjórnmálamönnum; fólk hlustar í ofvæni seint og snemma á stanslausar hrókaræður þeirra um nauðsyn þess að fleygja niður spreingjum oná fólk og drepa það í hrönnum, í dag í þessu landi, á morgun í hinu. Það er ömurleg sjón að sjá þennan lýð, já og stundum xneira að segja hershöfðíngja, hafna til virðíngar sem orðsins menn

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.