Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 14
124 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR buddies“. Þessi myrka aðferð þarf reyndar ekki að vera með öllu fjand- samleg menskum mönnum; en einmitt vegna þess að hún kærir sig koll- ótta að ná sambandi við þá, verður almenníngur afhuga orðsins mönn- um, og fer í vandræðum sínum að hlusta á stjórnmálamenn, en þar þarf einginn að efast um hvað sé verið að fara, enda aldrei talað við þá sem kunna hugarreikníng né búa á hinum fljúgandi diskum; og þetta verður til þess að sjálfir menn orðsins, skáldin, standa uppi með öllu lesenda- lausir í heiminum. Enda varla hægt með sanngirni að krefjast þess að það svari fyrirhöfn að bjóða fram gáfur sínar í þjónustu hinna sviðnu loftbúa. Eg nefndi orðið tískubókmentir: þó undarlegt sé eru sum þessara fyr- irbrigða nefnd svo. Fyrirmyndir flestra þeirra sérviskutiltækja sem eiga að koma í andagiftarstað eru frá tímum fyrri heimsstyrjaldar og ár- unum eftir hana, frummyndirnar að flestum fyrirbrigðum þessa form- dýrkandi formleysis verða fundnar í Ulysses eftir James Joyce, þeirri bók þar sem einna leingst verður komist í raunsæisstefnu; sú bók er nokkurskonar alfræðirit „tískuskáldskapar“; — þar stendur einnig hinn frægi kafli, 45 blaðsíður að leingd, sem svo er raunsær að ekki er einu- sinni í honum konnna; þvi samkvæmt hinni yfirraunsæu aðferð, sur- realismanum, sem er framhald hinnar rétttrúuðu „sveitalegu“ raunsæi 19. aldar, á að láta textann líta þannig út einsog maður hefði hripað hann niður um leið og hugsanirnar ullu frammúr undirvitundinni, — og einsog allir vita þá eru aungvar kommur til í undirvitundinni. Ég vil ekki láta undir höfuð leggjast að taka fram að ég ber mikla virðíngu fyrir hinni tröllauknu æfíngu Joyce’s, Ulysses; sú bók geymir sérkennilegan þverskurð síns tíma, og miklu raunsærri en þann sem venjuleg raunsæisbók frá 19. öld feingi sýnt, — ekki síst þarsem í Ulys- ses endurspeglast nokkrar þeirra tískukennínga sem voru sérkenni þess tíma; sumar þeirra eru nú komnar alveg úr móð eða búið að slíta niðr- úr þeim, og nú flokkaðar undir sveitamensku einsog öll nýaflögð tíska, þó þær tóri kanski enn í einstöku kennaraskólum, ellegar séu orðnár „household word“ í Bandaríkjunum, einsog til dæmis sálgreiníngin sem svo var nefnd, psychoanalysis. Sú kenníng er ég nú nefndi var hreint og beint sjálfur aðalgrundvöllurinn sem yfirraunsæin, surrealisminn, var reist á þegar sú stefna birtist sem bókmentahreyfíng í París og Bruxelles snemma á þriðja tugi aldarinnar; en á mínurn sokkabandsár-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.