Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 16
126 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR gerð með lángdregnum og nákvæmum lýsíngum, samfara gagnrýni á raunverulegum staðháttum og manngerðum, beini geiri sínum að borg- arastéttinni og hafi á dagskrá siðferðisvandamál bundin stað og stundu. Einsog ég áður sagði kemur uppúr dúrnum að raunsæisstefna er mjög afstætt hugtak. En um leið kemur í ljós að það sem okkur hefur virst hé- gómleg þræta á tímum afa okkar, kappræðurnar um raunsæisstefnu og þær stefnur sem henni eru andvígar, geta altíeinu á vorum dögum tekið sig upp aftur af fjöri einsog þær væru jafnaðkallandi og forðum, þó þess séu að vísu fá dæmi að lesendur sem njóta þessarar stefnu einsog hún var áður fyr taki þátt í kappræðunum. Það eru meira að segja til hópar manna sem bera fram þær óskir að bókmentalegur stíll 19. aldar og aðferð mætti uppvekjast á nýaleik, vilja fá blaðagreinar í leikrits- formi einsog Ibsen oft samdi, eða Bernard Shaw, ellegar siðferðisprédik- anir formaðar í þesskonar doktorsritgerðastíl sem hefur á sér yfirskin skáldskapar. Ég held að einsog tískuskáldskapur er oft ótískulegastur als skáldskap- ar á vorum tíma, þannig beri raunsæisstefna sjaldan vott um mikla raun- sæi. Og ég skal taka að mér að vera bæði tískuskáld og raunsæismaður uppá þau býti. Nú skal ég reyna að skýra sjónarmið mitt nokkru nánar. í mínum augum sýnir raunsæisstefna í skáldskap ekki mynd veruleikans einsog hann er, þó hún kappkosti að sýnast veruleikanum undirgefin og leitist við að vera lýsíng á manngerðum og atburðum sem sannanlega hafa átt eða eiga sér stað; mér er alveg sama hvort höfundurinn er sið- ferðilegt doktorsefni og málafærslumaður, eða jafnvel þó liann sé eins hlutlægur og lögregluþjónn sem setur saman „sanna“ skýrslu um upp- steit á götunni. Raunsæisstefna er í mínum augum ekki heldur sérstakt form; hún getur verið öll form; hún er umfram alt listastefna eða bók- menta sem hefur áhrif á veruleikann af því hún á rætur sínar í veruleik- anum og sinnir þar ákveðinni þörf; listastefna sem hefur áhrif á öldina af því hún tjáir öldina, andlit aldarinnar, sál aldarinnar, þjáníngu aldar- innar, þrá aldarinnar. Ef ég ætti að nefna dæmi um raunsæa list á vorum tímum, þá mundi ég nefna nafn Picassos. í skáldskap mundi ég nefna Neruda sem dæmi, í leiksviðsskáldskap Brecht, í kvikmynd Chaplin. Meðal fulltrúa þeirra strauma aldarandans sem bera einkenni angló- kaþólsku, fornmentastefnu og amrískrar konúngsstjórnarstefnu, mundi

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.