Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Síða 17
VANDAMÁL SKÁLDSKAPAR Á VORUM DÖGUM
127
■ég telja T. S. Eliot mestan raunsæismann, meira að segja það mikinn að
hafi maður aðeins verið fastur lesandi að The London Times í 25 ár, þá
skilur maður kveðskap hans undireins, skýríngalaust.
í skáldskap sem ber merki síns tíma, skáldskap sem runninn er af rót-
um þess veruleiks sem býr í öldinni, þar eru mannlýsíngarnar ekki endi-
lega speglun þess fólks sem vér höfum fyrir augum daglega, heldur eru
þær umfram alt speglun eða réttara sagt líkamníng á hugsjónum aldar-
innar. Þjóðfélagsleg raunsæisstefna, sem oft ber á góma í Ráðstjórnar-
ríkjum og víðar, er ekki umfram alt sú stefna sem miðar að nákvæmri
•endurspeglan þjóðfélagsins í listum, heldur er hún oftar nær því að
spegla þann raunveruleik sem menn leitast við að skapa undir samvirk-
um þjóðfélagsháttum og með sósíalisma. Valt er að trúa því að hinar
fullkomnu sagnapersónur úr sígildum bókmentum íslands, Íslendínga-
sögunum, líkist þeim „fyrirmyndum“ sem þær þykjast endurskapa, og
samkvæmt sögum þessum eru taldar hafa verið á lífi milli fjórðúngs og
helmíngs úr árþúsundi áður en bókin var samin; og vart mundi sanni
nær að ímynda sér að höfundarnir hafi verið samvistum við þessar per-
sónur eða þvílíkar; eingin sagnfræðileg gögn eru til um það, enda eingin
gild ástæða til að ætla, að nokkru sinni hafi til verið í raun og veru
manngerðir þvílíkar sem höfuðpersónur Njálu, svo sem Gunnar, Hall-
gerður, Njáll, Bergþóra, Skarphéðinn, hvorki á samtíð höfundar undir
1300 eða — og því síður — 250 til 350 árum áður, á tíundu öld og að
upphafi hinnar elleftu, þeirri öld sem Njáls saga læst vera hennar skugg-
sjá. Sama máli gegnir um Gretti Ásmundsson, aðalpersónu Grettis sögu.
Það er ekki heldur ástæða til að ætla að Olafur helgi, einsog Snorri sér
hann, ellegar hetjur þær aðrar sem umhverfis standa þennan öndvegis-
höld, hafi nokkru sinni til verið líkt því sem sagan segir, og ekki fremur á
tímum Snorra en einhverri öld þaráundan. Samtsemáður er erfitt að
benda á bókmentir sem eftir formi sínu og efni hafi verið raunhæfari í
áhrifum en þær þrjár íslenskar skáldsögur frá miðöldum sem ég nú
nefndi, Brennunjáls saga, Grettis saga, Ólafs saga helga.
Um Njál, Gretti og Ólaf helga vitum vér það eitt að þessar persónur
eru til í bókum sem sannanlega eru af skáldskapartagi, eða að minsta-
kosti jafnnærri því að vera skáldskapur og nokkrar bækur geta verið.
En hinu gefur auga leið, að úr því svo innvirðulegar lýsíngar manna og
atburða hafa til orðið í bókmentum, þá fer ekki hjá því að þar sé nokk-