Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 33
RAULAÐ VIÐ SJÁLFAN SIG 143 Dálítið í djúpheimi, sem Darwin enginn reit. Enginn veit um manninn, sem einn bjó í dal. Enginn veit um meyjuna, sem mansalinn stal. Enginn veit hver etur óborinn hval. Enginn veit um hestinn, sem úti fraus á hól. Enginn veit um lambið, sem aldrei komst í skjól. Enginn veit, hver lifir önnur brandajól. Enginn veit um blómið, sem í brekkunni dó. Enginn veit um stráið, er stórbóndinn hjó. Enginn þekkir lífið, er lifir í djúpum sjó. Enginn veit um steininn, er stóð hér eina tíð. Enginn veit um lindina, sem leið hér tær og blíð. Enginn veit, nær ástin snýst upp í högg og níð. Enginn veit, hvað lífsbaráttan ýmsum er hörð. Enginn þekkir lengur Guðs útvöldu hjörð. Enginn veit, hvað skapast eftir þessa jörð.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.