Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 41
ÞRÍR Á BÁTI
151
PétuT Salómonsson undir árum.
Sólin skein allt í einu skært á milli skýja, og ég notaði tækifæriÖ til
að taka mynd af Pétri þar sem hann stóð við trilluna. Maðurinn í svarta
jakkanum hefur einhvernveginn orðið þess var, án þess þó að líta við,
því hann sagði stundarhátt:
„Flest er nú farið að ljósmynda.“
En Pétur gall við þegar:
„Eg þarf ekki að óttast ljósmyndavél, eins og þeir sem gert hafa vafa-
sama leynisamninga. Enda er það ætlan mín, að ef tekin væri mynd af
þér, þá mundi ekkert framkallast nema fljúgandi diskar. — Og skulum
við nú, Jónas, sjá hvort Móri þreytist ekki á að halda fyrir bensínið, og
úthúa á meðan stjóra á nýju trossuna.“
Pétur valdi tvo allstóra steina úr fjörunni, mældi sér tvo spotta af
gamalli fiskilínu, skar af þeim taumana, og hnýtti endum þeirra ramm-
lega um steinana. Meðan hann var að þessu komu þrír smástrákar niður
í fjöruna og fóru að horfa á hann aðdáunarfullir og spyrja um hitt og
þetta og voru auðsæilega gamlir kunningjar Péturs. Einn þeirra tók upp