Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 42
152 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ryðgaða dós og opnaði hana og það var í henni lögg af bronsi, mátu- lega mikið til þess að hann hefði getað útatað sig og félaga sína sæmi- lega vel á því, og snáðinn spurði: ,,Hvað er þetta, Pétur?“ „Eigi veit ég það gjörla, væni minn,“ sagði Pétur, „en líklegt þykir mér að þetta séu annaðhvort leifar frá bronsöld eða sjálft atómið, og er hvorugt gott, og ræð ég þér til að fleygja dós þessari tafarlaust á sjó út.“ Snáðinn hlýddi þessari ráðleggingu, þó það væri kannski ekki alveg saknaðarlaust, og dósin sökk samstundis. I sama mund kom kría og settist skammt frá okkur og Pétur sneri sér að henni og sagði: „God dag.“ Svo laut hann að mér og hvíslaði: „Eg tala sérðu alltaf dönsku við kríuna þegar strákarnir heyra til. Hún hefur nefnilega verið í útlöndum og forframazt og skilur þess vegna ækki annað tungumál. Oðru máli gegnir um mávana sem eru ómenntaðir «g alltaf úti á öskuhaugum að éta drasl, við þá er hægt að tala venjulega reykvísku. Þetta er ég að segja strákunum, og þeir trúa því. Og svona lygi sakar börn ekkert, — ekki nokkurn skapaðan hlut. Þelta er hvít lygi. Segið þið svo að ekki megi kenna börnunum bæði gott og illt.“ Síðan flaug krían upp aftur og gargaði um leið og strákarnir spurðu: „Hvað er hún að segja núna, Pétur?“ Og Pétur svaraði: „Hún er að segja þetta: Nu er der megen stenbid í nettena hos min ven Peder Salomonsen, men han skulde passe paa den forbandede More- sen, — og það þýðir: Nú er mikið af rauðmaga í netunum hjá vini mín- um Pétri Salómonssyni, en hann ætti að vara sig á ófétinu honum Móra. — Já, svona er nú þetta, rauðmagi heitir steinbítur á dönsku, og má með sanni segja, að Danir eru merkileg þjóð. Og skulum við nú rann- saka hvort Móri hefur ekki fengið sig fullsaddan af bensínfýlunni og yf- irgefið karboratorinn.“ Pétur setti stjórana um borð í bátinn, vafði ræsibandinu um sving- hjólið, togaði í það fast og örugglega og vélin fór í gang á augabragði. „Þetta grunaði mig,“ kallaði Pétur til mannsins í svarta jakkanum sem enn stóð og gerði að grásleppu, „meinvættinni hefur litizt ógiftu- samlegt að glettast við oss til lengdar. — Og hrindum á flot, piltar! “

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.