Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Side 47
ÞRÍR Á BÁTI 157 Síðan skýrði Pétur það fyrir mér hvernig rauðmaginn heldur vörð um hrognin löngu eftir að hann er búinn að frjóvga þau með svilum sín- um; þeir kalla þetta að hann sé að púa í hrognin. Aftur á móti er grá- sleppan venjulega rokin á haf út strax og hún er búin að hrygna. „Það er nú öll móðurástin hjá henni,“ sagði Pétur. „Og fari hún vel, því að gotin grásleppa er sjaldan mikils virði. En rauðmaginn, hann hættir ekki að hugsa um afkvæmin fyrr en hann er orðinn máttvana og missir jafnvægið, og þá sér maður hann stundum synda öfugan í yfir- borðinu. Slíkan rauðmaga köllum við lónakút og fleygjum honum þegar hann kemur í netin, enda á hann þá orðið lítið erindi á matborð fólks vegna megurðar, þó siðferðisþrek hans gæti á hinn bóginn orðið mörg- um fyrirmynd á þessari syndum spilltu öld.“ •» Það voru tólf grásleppur í fyrstu trossunni, en enginn rauðmagi nema þessi stóri sem Móri hafði tekið. í næstu trossu voru ellefu grásleppur og þrír rauðmagar. Ég sat og virti fyrir mér aflann, og Pétur tók eftir því og sagði: „Þú stritast við að hugsa, eins og Njáll forðum, nema hann lét sér í það skiptið nægja að stritast við að sitja, og hefði betur gert það ávallt, því að fáa menn hygg ég verið hafa þá í fornum sögum er gáfu jafn mörg ráð af jafn litlum heilindum og hann, enda var árangurinn eftir því, veginn Gunnar og fleiri sæmdarmenn, en hann brenndur sjálfur, og skal ég standa við þessa kenningu mína fyrir hvaða fræðimanni sem er. Eða hvað er þér í hug er þú horfir svo mjög á hrokkelsið? Undrastu ófríðleik þess, eða dáirðu hitt, sem meiru máli skiptir, blíðuna í svip þess? Það er ekki gassinn þar.“ Ég kvaðst ekki hafa verið að skoða hrognkelsið frá fagurfræðilegu sjónarmiði, og þaðan af síður siðferðilegu, heldur hefði ég verið að velta því fyrir mér hvort ekki mundi meira upp úr hrognkelsaveiðum að hafa ef hægt væri að borða grásleppuna, þennan stóra og föngulega fisk, nýja eins og rauðmagann, sem væri helmingi minni og auk þess miklu sjaldfengnari. Og Pétur svaraði: „Feit grásleppa upp úr sjó er alveg eins góð og rauðmagi. Enda kem- ur stundum til mín fólk sem biður um hana blauta beint af hnífnum. En slíkt fólk er venjulega einhvers staðar utan af landi. Reykvíkingar geta hins vegar ekki hugsað sér hana öðruvísi en signa eða saltaða, og

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.