Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Side 49
ÞRÍR Á BÁTI 159 borðsmegin eða stjórnborðs. Þetta var klukkan að ganga eitt, og Pétur mælti: „Þykki mér nú sem veldi Móra sé orðið meira en ég hugði, er hann er farinn að stjórna sjávarföllum þvert ofan í áhrif tunglsins; því að sam- kvæmt Almanaki Hins íslenzka þjóðvinafélags á nú að vera fjöruliggj- andi, og er þó beljandi útstraumur. Munum þó hvergi hopa fyrir mein- vættinni, heldur fara með öllum trossunum, svo sem ætlunin var í upp- hafi, og láta sem ekkert sé.“ Og er skennnst frá því að segja, að Pétur fór með öllum trossunum og dró teininn eftir því öruggari og traustari handtökum sem straumurinn gerðist harðari og áferð netjanna verri. Hann fór seinast með þeirri trossunni sem innst lá; það var á svo- nefndum Bygggarðsboða; og er hana þraut lágu í bátnum 42 hrognkelsi, — 30 grásleppur, 12 rauðmagar. En þegar Pétur hafði sett í gang og ég sneri bátnum aftur heim á leið, snöggstanzaði vélin eins og einhverju hefði verið kippt úr sambandi. Pétur leit út fyrir borðstokkinn og sá strax hvers kyns var. Duflfærið hafði lent í skrúfunni. Við reyndum að losa færið, en án árangurs, það var eins og margfald- ur rembihnútur um skrúfuna. Svo að Pétur tók upp hníf sinn og skar færið laust frá skrúfunni og hnýtti því saman aftur. Síðan settist hann undir árar og mælti: „Nú er svo komið okkar hag, að við verðum að fara á árum í land, og er slíkt illt afspurnar um miðja 20. öld, heilum áratug eftir að nýsköp- unin hélt innreið sína á ísland. Og enda þótt Móri verði ekki hreinsaður af misbrigðum þeim sem hér eru á orðin, þá hlýt ég engu að síður að setja yfir þér sjórétt hér úti á Bygggarðsboða, og er það úrskurður rétt- arins að þú hafir gerzt sekur um vítavert gáleysi, er þú sem rórmaður gættir þess ekki að halda bátnum fríum af færinu, og skaltu fyrir þetta — öðrum til viðvörunar — missa stýrimannsréttindin í þrjár vikur. Rétti slitið.“ Að svo mæltu sló Pétur árum í, og þurfti ég nú ekki lengur að lesa Finnboga sögu ramma til að vita hvernig Alfur afturkemba hafði róið. Reri Pétur svo handstinnan, að mér þótti fljúga fram báturinn, enda vorum við óðar en varði komnir undir nesið, og tókum land í Bygg- garðsvör.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.