Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Side 52
162 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Þetta reyndist vera ofurlítið gistihús. Gestgjafinn og starfsfólk hans var að þrífa til í stofunni og sópa gólfið undir nóttina. Einn hinn þriggja sneri sér að gestgjafanum: — Við erum langferðamenn og ókunnugir á þessum stað. Vildum gjarna fá máltíð matar og húsaskjól handa sjálfum okkur og þjónum okkar. Og eitthvert afdrep fyrir skepnurnar og fóður handa þeim. Gestgjafinn spurði: — Eruð þið af ætt Davíðs? — Ætt Davíðs — hvað er það? spurði ókunni maðurinn á móti. Nú fór gestgjafinn að athuga betur þessa nýju gesti. Augsýnilega voru þeir blautir inn að skinni og ataðir for hátt og lágt, en klæði þeirra voru úr dýru efni og þar að auk með ókunnu sniði. Þeir hlutu að vera langt að komnir. Menn á bezta aldri, holdgrannir og skarpleitir. Gestgjafinn varð auðmjúkur í máli: — Þið eruð ef til vill Rómverjar og eigið að hafa eftirlit með mann- talinu? — Við erum ekki Rómverjar. Manntalinu — hvað er það? Gestgjafinn gerðist nú kumpánlegri: — Það er komin tilskipun frá hinum mikla keisara, að um allan heim skuli fara fram manntal og að hver maður skuli skráður á þeim stað, er forfaðir hans leit fyrst ljós dagsins. Og nú flykkist hingað úr öllum átt- um fólk af ætt Davíðs — skítugir Júðar, sem heimta fullar vínkrúsir og vilja láta stjana við sig, en halda tveim höndum um hvern vesalan silfur- skilding. Skrælingjar og illþýði. Sjálfur er ég Grikki, bætti gestgjafinn við, og holdugar og fölar kinnar hans tútnuðu af sjálfsþótta. — Við vitum ekkert um neitt af þessu. En við þörfnumst matar og húsaskjóls, mælti ferðamaðurinn. — Mat getið þið fengið, en það verður örðugra með húsaskjólið. Hver smuga í húsi mínu er full af daunillum Júðum. Það er ekki til laust rúm í öllum bænum. Jafnvel gripahúsið og heyhlaðan — full af fólki. Rebekka! Leggðu á borðið. Gestirnir settust kringum eldstóna til þess að þurrka klæði sín. Þeir voru þreyttir og álútir í sætum sínum. Einn þeirra tók til máls: — Vinir mínir, mér er hryggð í hjarta og vonleysi í huga. í þrjár næt- ur höfum við ekki séð stjörnuna. Og fólkið, sem við höfum hitt á förnum vegi og spurt, það hefur ekki einu sinni skilið, hvað við vorum að fara.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.