Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Síða 65
ÞJÓÐIR OG TUNGUMÁL 175 ríkismálið er ennþá enska, leifar frá valdatímum Breta þar í landi. Fyrir fjórum árum ákvað þingið í Nýju Delhí að fresta því í 15 ár að leysa þetta vandamál og nota ensku áfram til bráðabirgða, en allir eru sam- mála um, að enska komi ekki til greina sem ríkismál framtíðarinnar í Hindústan, þar sem hún er ekki móðurmál né dagleg tunga neinna hinna innfæddu. Nú hafa Indverjar ákveðið að senda flokk fræðimanna til ísraels til að kynna sér, hvernig ísraelsmenn hafa leyst þann vanda að taka upp og endurlífga tungu, sem var löngu dauð sem daglegt mál, þ. e. hebreskuna, en Indverjum mun vera efst í huga að endurlífga hina forn- helgu tungu sína, sanskrít, því að hún stendur þó öllum indóevr. mál- lýzkum landsins nær en enskan. Meðan Grikkir hinir fornu voru leiðtogar vestrænnar menningar, var tunga þeirra jafnframt tunga menntamanna og það mál, sem allir fræði- menn rituðu á. Og grísk orð og orðstofnar skipa enn öndvegissess, ef vestrænum vísindamönnum er nýyrða vant um hugtök eða nýjar upp- götvanir. — Síðar leysti latínan grískuna af hólmi að mestu leyti sem millilandamál, fræðimenn rituðu á latneska tungu um allar miðaldir, jafnvel fram á þessa öld. Til dæmis eru fá ár síðan doktorsritgerð á lat- ínu var varin við hollenzkan háskóla, og latína var ríkismálið í Ung- verjalandi allt fram til 1843. En þetta eru allt þjóðtungur upphaflega, segið þið, og furðu margir hafa þá trú fyrirfram — órökstudda —, að engin tök séu á því að skapa frá grunni nýtt og lijandi mál, Það verði eins og að vaxa af sjálfu sér. Þó er öllum kunnugt, að daglega eru búin til nýyrði, sem mörg hver festast í málinu, og þegar við notum þessi nýyrði, eru þau okkur eins eðlileg og önnur orð málsins, sem hafa raunar öll einhvern tíma verið nýyrði. Slík tilbúin orð eru til dæmis hversdagsleg orð eins og kaupfé- lag, verkfræðingur, sími, litróf, útvarp og mörg fleiri. Og við sjáum þá, að þróun málsins og nýmyndanir þess er ekki neitt ótamið né villt fyrir- bæri í ríki náttúrunnar, sem mönnum sé ofvaxið að hafa hemil á. En nú skulum við, áður en lengra er haldið, taka svolítið hliðarstökk og fá ei- lítið yfirlit yfir það, hverj ar tungur nútímamanna eru helzt notaðar sem tengiliðir milli manna af mismunandi þjóðerni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.