Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Síða 72
182 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR beinagrind málsins tilheyrir, eru svo einfaldar, að þær komast fyrir á venjulegu bréfspjaldi (póstkorti) með venjulegu smáletri. Allir stafir ritmálsins (28) tákna alltaf sama hljóð og hver einn stafur er alltaf bor- inn fram, engum staf er sleppt úr framburði. Hvert hljóð er alltaf táknað með sama staf, svo að aldrei verður um villzt um framburð ritmálsins né rithátt talmálsins. Af þessum 28 stöfum (og hljóðum) málsins eru sex með merkjum yfir og tákna þá sérstök hljóð. Þetta er eitt af því, sem gerir esperanto ókennilegt á pappír þeim — en aðeins þeim einum —, sem vanir eru að- eins bókstöfum eins og þeir tíðkast í ensku t. d., algerlega án allra merkja yfir. Raunar ættum við Islendingar ekki að kippa okkur upp við að sjá stafi með merkjum (broddum) yfir, þar sem við höfum í okkar stafrófi á, é, í, ó, ú, æ og ö, auk ð og þ. Hitt er annað mál, að þetta atriði er óneitanlega galli á stafsetningu esperantos, en engan veginn á málinu sjálfu, og stungið hefur verið upp á ýmsum kerfum til breytingar þessu, en ekkert þeirra hefur verið samþykkt. Slíkir aukastafir kosta alltaf aukna vinnu, þegar vélritað er eða prentað, en þá er raunar að finna fleiri eða færri í flestum Evrópumálum öðrum en ensku. Sumir hafa haldið því fram, að framburður manna á esperanto hljóti að vera mis- munandi eftir því, hverrar þjóðar maður talar, en reynslan sýnir annað, og þótt auðvitað sé æskilegast, að menn beri esperanto fram sem allra bezt og skýrast eins og öll tungumál, er það staðreynd, studd reynslunni, að jafnvel íslendingar, sem fá orð fyrir að bera esperanto illa fram, mis- skiljast ekki meðal erlendra esperantista. Og jafnvel þótt íslendingur beri fram eitt og sama íslenzka hljóðið fyrir fleiri en eitt hljóð í esper- anto (af því að í esperanto eru nokkur hljóð, sem eru ekki til í íslenzku), veldur það ekki misskilningi, sökum þess hve skýr bygging málsins öll er. Þá eru beygingar málsins. Akveðinn greinir er la, settur framan við orðið, sem hann á við. Öll nafnorð enda á o og öll lýsingarorð á a. Fleir- tala bæði nafnorða og lýsingarorða myndast með Þá höfum við t. d. libro bók, bona góður, bona libro, ft. bonaj libroj. Þolfall myndast með n, bæði af nafnorðum, lýsingarorðum og fornöfnum, en fleiri orð fallbeygjast ekki. Segja má, að í esperanto séu raðtölur fremur lýsingar- orð en töluorð. Þau myndast öll af frumtölunum með lýsingarorðsend- ingunni a: unu, du, tri, kvar, verður þá í raðtölum unua, dua, tria, kvara, o. s. frv. Þolfallið er eitt það atriði esperantos, sem hefur verið gagnrýnt,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.