Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Síða 76
186 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Fyrst mun hafa heyrzt um esperanto á íslandi 1893, 6 árum eftir að fyrsta kennslubókin í málinu kom út. Það var Einar Asmundsson í Nesi, þá hálfsjötugur, sem skrifaði grein í blaðið Stefni á Akureyri, og til er frá svipuðum tíma handrit í Landsbókasafninu hér eftir Brynjólf Jóns- son frá Minnanúpi um esperanto, orðasafn, málfræði o. fl. Þorsteinn Þorsteinsson, síðar hagstofustjóri, samdi fyrstu íslenzku kennslubókina í esperanto og gerðist íslendinga fróðastur um það. Sú bók kom út 1909, en setjarinn Hallbjörn Halldórsson, síðar prentsmiðjustjóri, lærði mál- ið um leið og hann setti bókina. Sigurður Kristófer Pétursson, sjúkling- ur í holdsveikraspítalanum í Laugarnesi, nam málið á skömmum tíma og gerði nokkrar snilldarþýðingar íslenzkra kvæða á því. Síðar lærðu þeir málið Ólafur Þ. Kristjánsson kennari í Hafnarfirði og Þórbergur Þórð- arson rithöfundur og gerðust virkir áhugamenn um framgang þess, fengust við ritstörf á málinu. 1931 voru stofnuð esperantofélög í Reykja- vík og um svipað leyti víðar um land. Þau mynduðu með sér bandalag, Samband íslenzkra esperantista, sem starfaði með allmiklum krafti um skeið, en lognaðist út af um nokkur ár. Það var endurvakið 1948, er stofnuð höfðu verið ný esperantofélög á nokkrum stöðum. Formaður Sambands íslenzkra esperantista er nú Halldór Kolheins prestur í Vest- mannaeyjum. Sambandsfélögin standa fyrir námskeiðum í málinu, auk þess sem það er kennt í Bréfaskóla S.Í.S. Það ætti raunar að vera óþarfi, en ekki sakar að taka það fram, að eitt af grundvallaratriðum esperanto- hreyfingarinnar er hlutleysi í stjórnmálum og trúmálum. Esperanto er því ekki á neinn hátt bundið neinni stjórnmálastefnu og því síður neinni ríkjasamsteypu. Forvígismenn esperantos bæði hér á landi og annars staðar eru úr öllum stjórnmálaflokkum. Það væri þá helzt að geta þess í sambandi við stjórnmál og esperanto, að Hitlersstjórnin þýzka bannaði esperanto 1935, sökum þess hve hreyfingin væri alþjóðleg í eðli sínu og í herteknu löndunum urðu esperantistar alls staðar fyrir barðinu á naz- istunum. Það er eina ríkisstjórn stórveldis, sem slíkt hefur gert. Hér er ekki færi á að ræða um bókmenntir þær, sem til eru á esper- anto, en á málið hafa verið þýdd ýmis öndvegisrit heimsbókmenntanna, svo sem biblían, Hamlet og fleiri rit Shakespeares, Faust eftir Göthe, Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum og Við héldum heim, Helvíti eftir Dante, Eftirlitsmaðurinn eftir Gogol, Odysseifskviða Hómers og frásögn Thors Heyerdals um Kontikileiðangurinn, svo að eitthvað sé nefnt, auk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.