Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 82
192
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR:
mega teljast kvæðin: Vitrun, Vér erum hinir seku og LjóSiS. í því kvæði kemur-
frarn, að Kristján gerir sér ljóst, hvert er hlutverk skáldsins. Þar segir m. a. svo:
Hver stytti þér vöku stórhríðarkvelds,
hver stuðlabatt fornmálið þér á vör,
hver sneri ættstofnsins feigðarför
í framsókn? Hinn skyggni andi.
Án skapandi listar hver hátimbruð höll
er hrungjörn og byggð á sandi.
Enn bregður Kristján fyrir sig fyndni svo sem í kvæðunum, Morgunböl og Utsker..
Einnig tekst honum að segja mikinn sannleik í fáum orðum t. d. í smákvæðinu,
Tveir vegir. Annars eru hér kvæði ýmislegs efnis. Þó er textinn við Sjómannavalsinn
og Samtal skipanna ekki hér, og er það skaði. Þar tók Kristján einmitt rétta stefnu
að láta ekki leirskáldum einum eftir að semja danslagatexta eða láta þá vera áfram
á erlendum málum. Það er álíka fráleitt af skáldum að hliðra sér hjá þessum vanda
og listamönnum að forðast að smíða grip, sem getur orðið til gamans og nytsemdar..
Ilér er kvæðið, Ekkert meir, undir sama bragarhætti og Hrafninn eftir Edgar Allan
Poe og að öðru leyti mjög svipað að formi, en er þó í rauninni óháð fyrirmyndinni.
Þá eru hér Ferliendur útlaga undir sama bragarhætti og Rubajjat eftir Omar Kliaj-
jam, en eru mjög persónulegar og vel gerðar. Sem sagt — eitt af beztu kvæðum bók-
arinnar:
Að vcra gestur lífs síns æviár
við ókunn fjöll og byrgja heitar þrár
til vatns, er ungum vörum svalað fékk,
til vegar þess, er smaladrengur gekk.
Það skilur grein, er skorin var af björk
í skógi, og gróðursett í eyðimörk,
án vonar þess að eiga rótarráð.
Ilún roki verður leikfang, sandi bráð.
Það eru mikil umbrot í þessum ljóðasmið. Andstæð öfl togast á. Hann þráir
hernskubyggð sína og finnst hann vera rótlaus á flótta í framandi umhverfi. Ilann.
þráir einveru og íhygli, en lífið kallar, og því kalli verður hann að svara. Og emt
megum við vænta þess, að hann kveðji sér hljóðs, svo að eftir verði tekið.