Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ina. Ugglaust mun þessi eilífi flækingur og losarabragur á heimilislífi foreldra hans ekki hafa haft holl áhrif á sálarlíf barnsins, enda mun börnum fyrir beztu að eiga sér fastan samastað á æskuárum, og óreglu Eugenes og ístöðuleysi, sem seinna kom fram, má eflaust rekja að einhverju leyti til bernskuáranna, ekki síður en þrá hans eftir röð og reglu eða óbeit þá, sem hann hafði alla jafna á brautarstöðvum, lestum og gistihúsum. í þann mund, sem Eugene 0’ Neill var að alast upp var mikil reisn og glæsibragur á allri leikstarfsemi þar í landi, og það var því arðvænleg atvinnugrein að vera leikari. Mikið þótti skorta á að menningarlíf einnar borgar væri fullkomið, ef leikhús vantaði, enda mátti svo heita að hver borg með meira en 100 þúsund íbúa hefði eitt, tvö eða jafnvel fleiri leikhús. Með bættum samgöngum fjölgaði heimsóknum nafntog- aðra leikara til hinna afskekktari byggðar- laga, en um leið dró verulega úr starfsemi bæjarleikfélaganna, unz þau hurfu smárn saman í skugga frægra farleikara, eins og t. d. Edwins Booth, bróður morðingja Abrahams Lincolns, Mary Anderson, Mau- rice og Georgiana Barrymore. Um og eftir 1880 fóru margir fremstu leikarar Evrópu að venja komur sínar til Bandaríkjanna eins og t. d. Sarah Bernhardt, Tommaso Salvini, Henry Irving og Elenora Duse. Það voru fleiri farandleikfélög í Banda- ríkjunum frá 1880—1900 en nokkurn tíma fyrr eða síðar, og leikurum fjölgaði frá 5000 upp í 15000 á einum áratug. Senni- lega hefur menningarlíf Bandaríkjamanna sjaldan staðið í jafnglæstum blóma, þegar t. d. ekki var ótítt, að Hamlet væri sýndur í mörgum borgum samtímis víðs vegar um landið. En af er það, sem áður var. Holly- wood hefur spillt svo fyrir framvindu þess- arar göfugu listar og sljóvgað svo fegurðar- skyn fjöldans, að stórborgir eins og t. d. Chicago og Los Angeles með 5 milljón íbúa hvor hafa ekki fleiri leikhús en smábær á stærð við Reykjavík. Áður en James O’ Neill klæddist gervi greifans af Monte Kristó, var litið á hann sem líklegasta eftirmann og arftaka Ed- wins Booths. Þessi snjalli Shakespeareleik- ari var líka þeirrar skoðunar sjálfur. Ein- hvern tíma á leikárinu 1872, þegar þeir Booth og James O’ Neill voru að leika í Othello í McVicker’s-leikhúsinu í Chicago og skiptust á aðalhlutverkum, þannig að O’ Neill var Iago á meðan Booth var Ot- hello og svo öfugt. Kvöld eitt er Booth stóð að tjaldabaki og horfði á O’ Neill í hlut- verki Márans, sneri hann sér að einum vini sínum og mælti: „Þessi ungi maður leikur þetta hlutverk miklu betur en ég hef nokk- urn tíma gert.“ Það er bæði stórmannlegt og göfugmannlegt að viðurkenna slíkt. James O’ Neill lék aðalhlutverk í jafn- óiíkum sjónleikjum og Málaferlin miklu, Munaðarleysingjarnir tveir, David Garrick og var meðal annars falið það vandasama verk að túlka píslarasögu Krists og dauða í helgileik, sem sýndur var í San Francisco, en annars voru verk Shakcspeares aðalvið- fangsefni hans þangað til 1883, að greifinn af Monte Kristó kom á vettvang og ruddi öllum leikhetjum Shakespeares út af sjón- arsviðinu. Sjónleikurinn um greifann af Monte Kristó naut ekki einungis mikillar lýðhylli, eins og áður hefur verið minnzt á, heldur margfaldaði hann líka svo tekjur James O’ Neill, að þær námu allt að því 40 þúsund dollurum fyrsta árið. Þegar hann fór að leggja fé sitt í ýmis fyrirtæki varð það honum ekki einungis kappsmál heldur einkennilega knýjandi þörf að miða árs- tekjur sínar við þessa áðurgreindu upphæð upp frá því. Sökum þess hversu auðveld- lega hann gat hagnazt á sýningum á Monte Kristó, á meðan önnur stærri og verðugri verkefni voru látin sitja á hakanum, sá 102
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.