Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ur að e'ðlisfari. Hann var hamhleypa til
skrifta, frjór fram úr hófi og helzt til óvand-
virkur eins og oft vill brenna við hjá þess
háttar höfundum. Hann hafði hvorki tíma
né skap til að blanda geði við ókunnuga.
Erfitt hefði verið að ímynda sér hann í
skeggræðum við Alexander Wooilcott, Ge-
orge Kaufman og sálufélaga þeirra inni á
Algonquin-hótelinu.
Ilann fór sjaldan í leikhús, eftir að hann
fór sjálfur að semja leikrit fyrir alvöru, og
þótt hann hefði einlægan áhuga á leik-
stjórn og öllu ])ví, sem laut að ytra búnaði
sjónleikja, þá fylgdist hann lítið með æf-
ingum á sínum eigin verkum, nema ef til
vill síðustu ár ævinnar. Af þessu verður
bezt séð, að hentugasta og reyndar eina
leiðin til að kynnast list og lífstefnu O’
Neills að gagni er að snúa sér beint til leik-
rita hans, sem eru bæði mörg og mikil að
vöxtum.
f stað þess að telja upp verk 0’ Neills og
gera lauslega grein fyrir þeim öllum, tel ég
heppilegra og fróðvænlegra fyrir alla að
fara mörgum orðum um fáein þeirra en fá-
einum orðum um þau öll.
Sakir þess að fjöldi merkra mennta-
manna og listdómara álíta Elektru ágæt-
asta leikrit 0’ Neills skulum við fyrst taka
það til athugunar. Höfundur sækir efnið í
frægan þríleik, Óresteia, eftir eitt af stór-
skáldum Forn-Grikkja, Aiskylos. í öllum
höfuðdráttum er ytri gerð leiksins, sögu-
þráðurinn sá sami og í frumverkinu. 0’
Neill breytir að vísu nöfnum leikpersón-
anna, flytur þær í nýtt umhverfi og færir
í unglegri gervi, sem koma nútfmamönn-
um kunnuglegar fyrir sjónir en forngervi
Grikkja. Það er ekki úr vegi að geta þess
hér, að Frökkum, sem eru manna ófeimn-
astir að taka viðfangsefni að láni úr
bókmenntum annarra þjóða, ekki sízt
Grikkja, þætti slíkar yfirborðsbreytingar
ekki aðeins hégóndegar heldur líka óheið-
arlegar, þar sem allar breytingar þeirra
myndu miða að innri gerð leiksins en ekki
þeirri ytri. Ekki væri réttlátt að segja,
að 0’ Neill breyti engu nema nöfnunum
einum saman, en að þeim breytingum verð-
ur síðar vikið í þessari grein.
Nú skulum við snúa okkur að leiknum
sjálfum og rekja efni hans í stórum drátt-
um. Fyrsta atriðið gerist fyrir framan hús
Mannons, hershöfðingja, sem er sama per-
sóna og Agamemnon í gríska leiknum.
Borgarastríði Bandaríkjamanna er nýlokið
og Ezra Mannon er á heimleið frá vígstöðv-
tinum, þar sem hann hafði getið sér góðan
orðstír ekki síður en í styröldinni við Mexí-
kana 1845—46. Það er einnig von á syni
hans, Orin, sem er hálfgerður nafni Órestes
í Óresteiunni. Mæðgurnar, Klýtemnestra og
Elektra, sem heita Kristín og Lavinia hjá
0’ Neill ala bæði tortryggni og heift í
brjósti hvor til annarrar. Lavinia ber hins
vegar hlýrri tilfinningar til Adams Brants,
skipstjóra nokkurs, sem er óskilgetinn son-
ur afabróður hennar og franskrar þjónustu-
stúlku og gegnir sama hlutverki og Aigisþos
hjá Aiskylos. Lavinia, sem er venjulega
kölluð Vinnie í leiknum, kemst að ægilegu
leyndarmáli um móður sína, er eftirfarandi
atriði varpar fullu ljósi á:
lavinia: Hættu nú að ljúga! Eg fór upp
á loft! Ég heyrði þig segja við hann —
„Ég elska þig Adam“ — og kyssa hann!
— Þú auðvirðilega! — Þú ert blygðun-
arlaus og illa innrætt. Ég segi það, þótt
þú sért móðir mín.
christine: Ég vissi, að þú hataðir mig,
Vinnie — en grunaði þó aldrei að hatur
þitt væri svona takmarkalaust! — Jæja,
ég elska Adam Brant. Hvað ætlarðu þér
að gera?
lavinia: Hvemig geturðu sagt þetta svona
blygðunarlaust? Þú ert ekki mikið að
hugsa um hann pabba — sem er svo góð-
110