Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hitt er ekki síður gleðitíðindi, er Heine getur 100 árum eftir dauða sinn orðið valdur að andlegu og vís- indalegu samstaríi með þeim báðum landshlutum Þýzkalands, sem nú eru skildir í sundur. í lifanda lífi hefði Heine ekki hafnað slíku hlutverki. í Weimar ríkir ekki aðeins þokki hins ósnortna sveitalífs, þar ríkir einnig þýzk humanitas -— virðingin fyrir því, sem er af mannsins heimi. í húsi Goethes am Frauenplan eru jarðneskar eignir þess manns, sem kannski rís hæst í þróun okkar kyn- stofns. Þarna er bókasafn hans, list- munasafn, steinasafn, þarna rannsak- aði hann liti og kristalla og dýrabein og komst fyrir leyndardóma þróun- arfræðinnar, og þar lauk hann við „höfuðlífsverkið“, síðara bindi Fásts, hið mikla drama hins hras- andi og sigrandi manns, sem heldur að lokum sínum hlut þrátt fyrir allt. Vinnustofa Goethes er með sömu ummerkjum og þegar hann skildi við hinn 22. marz 1832. A vinnupúlti hans er diskur með gula mold. Nokkrum dögum fyrir dauða sinn gekk hann út í garðinn og sótti þessa mold á disk og setti hann á vinnu- púltið fyrir framan sig. Hvers vegna? Um það veit enginn. Kannski vildi þessi margvísi öldungur, sem alla ævi var svo brattstígur í upp- heimum andans, minnast þess, að hann væri af moldu fæddur. Og okk- ur fulltrúum Heineráðstefnunnar var það líka hollt að gleyma ekki jörð- inni, sem við gengum á: hér ræddum við af kappi hin margslungnu vanda- mál klassískrar heimspeki Þýzka- lands og inannhugsjón Heines, en dag einn stóðum við 13 km frá Weimar, fyrir utan veggi hinna gömlu fangabúða í Buchenwald og lásum einkunnarorðin, sem letruð voru yfir hliðinu: Jedem das Seine — hverjum er skammtað það sem hann á skilið! Nazistar Þýzkalands báru töluvert skyn á að stilla leiktjöldum með þýzka sögu að baksviði. Það réð því áreiðanlega engin tilviljun, að þeir reistu einhverjar elztu fangabúðir sínar í Buchenwald, sjónhending frá Weimar. Þeir höfðu ekki aðeins skömm á Goethe og Schiller og þeim mannræna lífsstíl, er þessir menn höfðu tjáð, heldur var þeim hin gamla stórfurstaborg sérstaklega hvimleið vegna þess, að stjórnarskrá Þýzkalands var samin þar eftir hrun keisaraveldisins, 1919. Já, á árunum 1919—1933 var Þýzkaland oft kennt við þessa borg og kallað Weimarlýð- veldið. Hvergi gátu nazistarnir betur vottað þýzkri hámenningu og þýzku borgaralegu frjálslyndi virðingu sína en með því að reisa fyrstu fangabúð- irnar í námunda við Weimar. Þetta var beinlínis fyndið, hámark nazískr- ar gamansemi. 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.