Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 83
„BERJIZT FYRIR FRELSl“ tímanum töluðu aðeins með hreyfingum og látbragðsleik. Chaplín leggur mjög mikið upp úr áliti áhorfenda: „Ég hef aldrei reynt að skríða fyrir áhorfendum," sagði hann þegar hann var að gera Konu jrá París, „én ég hef ekki heldur fundið hjá mér neina hvöt til að þagga niður í þeim með ofríki." Þessari reglu hafði hann alltaf fylgt. Allt síðan 1916 hafði hann sýnt hverja nvja mynd, fyrirvaralaust, í alþýðlegu kvik- myndahúsi til þess „að prófa lyfið á hund- inum“. Hann fylgdist með öllttm viðbrögð- ttm áhorfenda af næstum því angistar- fullri athygli. Eftir sh'ka kynningu kom það oft fyrir að hann breytti heilum köflum sem hann hafði verið ánægður með áður, eða felldi þá alveg niðttr. I þessari samvinnu við áhorfendur lagði Chaplín fyrst og fremst áherzlu á börnin. Ef hann sagði um eitthvert atriði: „Börnin hlógu ekki,“ vissu samverkamenn hans þegar að hann myndi annaðhvort fella það niður eða breyta því. Þess vegna urðu ummæli harnanna í Los Angeles úrslitadómur fyrir hann. Chaplín skýrði frá því að næst myndi hann gera talmynd. Ástæðan til þess að hann hafði bundið sig svo mjög við þöglu myndirnar var sú, að hann taldi að lát- bragðslistin ein myndi skiljast um allan heim. Eftir að Borgarljósin voru gerð hafði „þýðingum" á kvikmyndatali fleygt mjög fram. Með þeim var unnt að flytja mynd af einni þjóðtungu á aðra á viðunandi hátt, ef það var samvizkusamlega gert. Chaplín ákvað þannig að sætta sig við sömu örlög og Shakespeare og Moliére höfðu orðið að þola, en þeir eru einnig leiknir utan heima- landanna eftir þýðingum, sem auðvitað geta aldrei náð frumtextanum. Það var ekki fyrr en 1938 að Chaplín hóf „sjöttu mynd“. Hann kom þeim orðrómi á kreik að hann hefði tekið upp gömul áform, eins og Hamlet eða ævisögu Jesú, en hug- mynd sína um hana gaf hann í skyn í einka- viðtölum með þessum orðum: „Jesús var ekki til, hann var fundinn upp af postulun- um“. Hann lét í ljós óskir um að vera góði dátinn Svæk eftir tékknesku skáldsögunni frægu, sem segir frá Pragar-dáta sem er staðráðinn í því að láta ekki austurríska höfðingja etja sér út í stríð. Hann talaði einnig um að skrifa kvik- myndahandrit handa Paulettu Goddard, Villistúllcan frá Bali. Að því er blöðin sögðu hafði hann einnig í hyggju að gera mynd, þar sem hann átti að leika „frægan leikara, sem á hátindi attðs og frægðar verður ástfanginn af óþekktum kvenleikara og þykist því einnig vera ókunnur leikari sjálfur. Um skeið lifir hann þannig tvö- földu lífi. Allt í einu missir hann stöðu sína og auðæfi, og nú er hann feginn að geta notið þeirrar óbrotnu tilveru, sem hann hafði skapað sér við hlið hins opinbera lífs.“ Og loks tekur Chaplín í fimmta sinn upp hin gömlu áform sín um Napóleon. Árið 1920 hafði hann skýrt frá því að hann hefði fallizt á að leika þetta hlutverk í íburðar- mikilli sögulegri mynd. Þetta kunni að virðast gamansemi, en þó bjó alvara undir, eins og kom í ljós 1926, þegar hann bað spönsku söngkonuna Raquel Meller að leika Jósefínu keisarafrú með sér. Eftir Borgar- Ijósin fór ltann enn að hugsa um Napóleon, eins og hann komst að orði við Michel Gorel: Ég œtla aS ganga aj hinni opinberu arf• sögn dauSrí og sýna fólki barnalegan, hé- gómlegan, hrifnæman og listrænan Napó- leon. Áform hans eru mikiljengleg, en þeg- ar er hann sér konu ganga hjá gleymir hann öllu saman. Minn Napóleon er innikróaSur af kald- lyndum og heimtufrekum ráSgjöfum, sem nota hann í þágu miSur þokkalegra áforma TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR 161 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.