Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 88

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 88
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ingur. Hann trúði ekki á kynþáttakenning- una, og það hefði verið rangt ef hann hefði sagzt vera gyðingatrúar. En þegar farið var að ofsækja gyðinga, þegar ofheldið óð uppi í Evrópu, kaus Chaplín að konta fram í gervi gyðings og gerði hann að andslæðu gyðingahatarans Hitlers. Charlie gamli birtist í síðasla sinn sem gyðingarakarinn. Chaplín var nú kominn yfir fimmtugt. Hann átti orðið erfitt með að koma fram í gervi þessa unga vannærða manns sem hann hafði búið til meðan hann var hjá Mack Sennett. Þegar í Nútímanum voru ellimörkin greinileg, þrátt fyrir hár- kollu og förðun. Þessi síðasti „Charlie" var samt ef til vill ekki eins áhrifaríkur og hin magn- þrungna skopstæling á Hitler. Það vantaði aðeins nokkra daga upp á að Chaplín væri nákvæmlega jafngamall og fyrirmyndin. I fréttamyndum hafði hann (eins og allir aðrir) orðið nákunnugur andlitsdráttum foringjans. „Einræðisherrar eru hlægilegir. Það er hlutverk mitt að koma fólki til að ltlæja að þeim,“ sagði Chaplín, þegar hann tók til við mynd sína. Og því verður ekki mót- mælt að einræðisherrar eru einnig hlægi- legir. Síðustu mánuði hernámsins sýndu frönsk kvikmyndahús fréttamynd af því er foringinn tók á móti Mússólíni, sem var nýsloppinn úr fangelsi og var næsta líkur lögregluþjóni í borgaralegum fötum. Hitler tók linkulega í höndina á honum og sneri sér síðan með viðbjóðinn uppmálaðan á andlitinu að hinum frönsku áhorfendum, sem veltust um að hlæja. Fyrst einræðisherrarnir gátu verið hlægi- legir í augum Frakka þegar kúgun þeirra var komin á úrslitastig, er auðskilið að nær- tækt var fyrir Chaplín að leggja áherzlu á ltinar skoplegu hliðar þeirra, þegar ltonum hugkvæmdist myndin 1938. í atriðunum, þegar Napalóni og Hynkel hittast, notaði hann að ráðnum hug, í fyrsta skipti í 15 ár, gömltt lagkökurnar frá Mack Sennett-tíma- bilinu og endurtók viljandi nokkur atriði úr myndinni Kvikmyndagarpurinn (A Film Johnnie). Jack Oakie lét sér nægja að leika trúð sem Napalóni. En Napalóni var aðeins aukahlutverk. Sem Hynkel var Chaplín oft ógnþrunginn í öllu skopinu. Frægasta atriðið í EinræSisherranum sýndi Hynkel einan með stórt hnattlíkan í einum salnum í höll sinni. Hann hringsólar kringum hnattlíkanið og fer loks að leika sér að því eins og knetti. Þessi ævintýra- legi dans var svo fullkominn að formi að hann stenzt samjöfnuð við frægustu snilld- arverk Chaplíns á því sviði, eins og brauð- dansinn í GullœSinu. En hér er skyggnzt dýpra og fjallað um ntikilvægara efni en nokkru sinni fyrr. Þegar hnötturinn spring- ur að lokum eins og sápukúla klifrar ein- ræðisherrann upp eftir gluggatjöldununt af stjórnlausri heift eins og hræddur api. Hin raunverulegu endalok Hitlers, þegar hann var orðinn næstum vitstola af ósigri síntim, voru ekki ýkja frábrugðin þesstim spádónti. Hin skarpskyggna skopstæling á leiðtoganum stóðst á slíkum stundum sam- jöfnuð við mestu snilld Daumiers eða Goya. EinrœSisherrann var gersamlega laus við allan þjóðrembing. Hynkel var aldrei lýst sem nýjum persónugervingi „hins eilífa Þýzkalands". Auk rakarans og Hönnu var fulltrúi fólksins gamall þýzkur hermaðttr og andfasisti, sem tók þátt í leynibarátt- unni. hulltrúum Hitlersstjóniarinnar var greinilega lýst sem vélbrúðum, sem Hynkel stjórnaði. En lokaræðunni var beint til þeirra með orðunum: Þið eruð menn en ekki vélar. Pauletta Goddard fékk hlutverk sem var annað og meira en bakgrunnur fyrir leik Chaplíns. I EinrœSisherranum var hún, eins og í Nútímanum, kona, sem var í raun 166
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.