Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 104
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR við. Og það má gjarnan vera „ljót“ saga í augum meðalmennsku og hverskyns aftur- halds, saga sem keinur við kaunin á okkur öllum, jafnvel illa skrifuð saga og naumast prenthæf — en framar öllu öðru: bók af okkar tíma. Elías Mar. Grundvallarrit um íslenzka fornminjafræði. Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi. Bókaútgáfan Norðri. etta er mikil bók og glæsileg og hefur þegar hlotið æðstu viðurkenningu há- skólans sem staðgott vísindarit. Við Islendingar búum í undarlegu landi. Hver einasta eyja og landspilda á þessari jörð virðist numin af mönnum löngu fyrir víkingaöld nema Suðurálfa (Antarctica), enda eru þar fáir staðir byggilegir. Svo af- skekkt eyja hefur ekki „fundizt" í sjálfu Kyrrahafinu, að þar hafi ekki verið álit- legar minjar mannavistar, þegar „landkönn- uðir“ uppgötvuðu þær. Rúmlega 2000 míl- ur undan strönd Chile liggur Páskaeyja, örlítið eyland um 1100 mílur að frá næsta byggðu móli, en fræg fyrir fágætar fom- minjar. Hið mikla landfundaskeið í sögu mannkynsins er síðari hluti steinaldar og bronsöld; þá flæktust menn í landaleitir yfir heimshöf og slógu tjöldum, hvar sem óbyggður blettur fannst. Það er óhugsandi, að menn hafi hvorki hrakið né siglt til Is- lands á stein- og bronsaldarskeiði Norður- og Vestur-Evrópu. Það er vitleysa að tala um það, að þá hafi Evrópumenn ekki átt baffær skip. Almennt er talið, að írar hafi komizt út hingað á 8. öld, siglt yfir hafið á svonefndum currökum. Ef það er rétt, þá gátu írar siglt til íslands mörgum öldum fyrr, því að um 800 er löngu liðið blóma- skeið írskrar siglingasögu og skip þeirra verri en áður. Þessum staðreyndum verður ekki þokað og ekki heldur þeirri, að á ís- landi hafa engar fomminjar fundizt, sem ekki hafa getað borizt hingað eftir miðja 9. öld. En nýir fornleifafundir geta leitt annað í Ijós. Sennilega eru íslendingar slæmir fomfræðingar og skeytingarlitlir fræðimenn, en við verðum að taka okkur á. Islenzk fomminjafræði er ung að árum. Það er fyrst í upphafi 19. aldar, að menn taka hér að gefa jarðfundnum gripum gaum og varðveita þá, eftir að hið konunglega safn norrænna fomgripa var stofnað í Kaup- mannahöfn 1807. „Fram til þess tíma hafði ekki verið til nein stofnun, sem lét sér annt um, að haldið væri til haga jarðfundnum munum, og má nærri geta, að fyrir það hafa þeir tortímzt unnvörpum“, segir Eldjárn í formla. En hér heima á íslandi batnaði að- staðan lítið til varðveizlu fornminja, fyrr en Sigurður Guðmundsson málari stofnaði Forngripasafnið í Reykjavík 1863. Næsti áfangi í sögu fornminjarannsókna hér á landi er stofnun Hins íslenzka fomleifafé- lags 1879 og útgáfa árbóka þess. Þar er margvíslegur fróðleikur saman kominn, sem Eldjárn styðst við í riti sínu, en bók hans er fyrsta sjálfstæða ritið, sem birzt hefur um íslenzkar fornminjar. Það er því bæði brautryðjendaverk og grundvallarrit í þess- ari fræðigrein á landi voru, og því miður verður sennilega langt að bíða þess, að það verði úrelt, svo margir fundir hafi komið í dagsljósið, að nýrrar bókar verði þörf. Eldjárn notar orðið kuml sem heiti á legstað heiðins manns, „hvort sem nokkur haugur einkennir hann eða ekki“. Slík kuml hafa fundizt einungis á 123 stöðum á landinu, og er þó mjög óvíst um suma fundarstaðina, en alls eru kumlin 246. Efni bókarinnar er lýsing á þessum kumlum, 182
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.