Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 11
„ÞAÐ SEM MEST Þeir sem haldið höfðu uppi lát- lausri sókn á þessum vettvangi og bar- izt fyrir hlutleysi lands síns í þeim átökum, þar sem það aldrei gat orðið annað en fótaskinn, þeir töldu nú málum komið í viðunanlegt horf, slíðruðu sverð sín og biðu þess að efndir tækju við af loforðum. Efa- laust hafa þeir talið að forystumönn- um þjóðarinnar væri nú endanlega ljós orðin sú vá, er í var stefnt, með því að hlíta fortölum stórveldis, er fyrst og fremst miðar hlutina við eig- in hag. Má og vera að nokkrir hafi litið svo á að hér væri um varanlegt afturhvarf að ræða hjá þeim fulltrú- um þjóðarinnar á Alþingi, er áður gengu hér erinda hinnar herskáu rík- isstjórnar Bandaríkjanna, og að þess- ir fulltrúar hefðu nú litið sér nær og minnzt orða Jóns Sigurðssonar: — það sem mest á ríður fyrir þann er fulltrúi á að vera, er að hann hafi sanna, brennandi, óhvikula föður- landsást. Nú er kunnara en frá þurfi að segja að bjartsýni lætur sér stundum til skammar verða, og fór svo hér. Uppsögn varnarsamningsins svo- kallaða varð framámönnum íslend- inga ærið ófýsileg raun er á hólminn kom, og það svo að þeir leituðu ekki einu sinni á nokkurn hátt eftir því að ná tökum á svo stórkostlegu viðfangs- efni. Og jafnvel eftir að hinar lang- drægu eldflaugar, hlaðnar vetnis- sprengjum, komu til sögunnar og öll- RÍÐUR Á ...“ um varð ljóst hvílíkur hlutur var ætl- aður þessari litlu þjóð, máttu íslend- ingar lifa þá hörðu kennslustund að forsætisráðherra þeirra sæti gneipur á Parísarfundinum, sællar minningar, og játaðist öllum kröfum Bandaríkj- anna, en veikst á engan hátt undir það viðnám, sem forsvarsmenn bræðra vorra, Dana og Norðmanna, reistu þar til varnar þjóðum sínum og lönd- um. Eftir þann atburð var það greini- lega í Ijós komið, að sá er vér um skeið héldum höfðingjadjarfan og kjörinn til nokkurra minnilegra hluta í sögu vorri, var ekki sá er vér höfð- um ætlað. Fór þar í hafsaugað sú von er meiri hluti þjóðarinnar hafði gert sér. En þá varð og hitt ljóst, ekki síður, að of snemma höfðu þeir, er leysa vildu land sitt úr viðjum og áhættu hersetunnar, tekið sér hvíld frá störf- um og hengt á veggi sverð og skjöldu. Var því ekki um annað að ræða en byrja þar sem fyrr var frá horfið og hefja enn á ný umræður um málið. Mátti þó segja að þyngra væri fyrir fæti en áður, þar sem vekja þurfti fjöldann allan af fylgjendum málsins af sætum draumi þeirra loforða, er gefin höfðu verið örlátri hendi. En þetta var gert, og enn á ný lögðu andstæðingar hersetunnar rök sín á metin, að þessu sinni þyngri en nokkru sinni fyrr, enn á ný var höfð- að til heilbrigðrar skynsemi og þeirr- TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 113 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.