Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Vitanlega er ekki heldur neitt ríki- dæmi í Kína. Kínverjar eru á hand- vagnastigi Mormóna þegar þeir fóru yfir eyðimerkurnar í Mið-Vestrinu 1846. Maðurinn er ennþá helzta á- burðarskepnan í Kína, eins og hann var hjá Mormónum á landnámsárum þeirra. Hvorirtveggja eiga sína löngu göngu að baki. Hvorirtveggja trúa því að Sannleikurinn og sérstök örlög þeirra sé eitt og hið sama, skráð á gullnar töflur. Hjá hvorumtveggja vita handvagnsmennirnir í hvaða átt skal halda, ákveðnir að komast til fyr- irheitna landsins. Engin ástæða er til að ætla að marxistisku trúarbrögðin sem Lundúnaborg hefur gefið Kína reynist miður gjöful á efndir fyrir- heita en gulltöflur Jósefs Smiths; en þótt þær fyndust aldrei hafa þær tví- mælalaust gert Mormóna eitt efnað- asta og viðkunnanlegasta samfélag Bandaríkjanna. Ekki er heldur hætta á að marxisminn, þessi sérkennilegu trúarbrögð Vesturlanda, verði Aust- urlöndum óverðugt endurgjald fyrir allar þær vekjandi trúarhugmyndir sem við höfum sífellt verið að fá frá þeim frá örófi alda. Indland er framar öllu land háspek- innar. Hindúismi er sérstakur blend- ingur úr staðbundinni goðafræði, ná- skyldri þjóðtrú, sem orðinn er til hjá sjálfum þeim þjóðum er byggja þessi lönd, en við hana eru tengdar guð- fræðilegar drápsklyfjar, yfirbygging útsmoginnar háspeki sem líkust er kristinni skólaspeki miðalda. Mann- dómshugsjón Hindúa er stjórnleys- ingi í raun, sem reynir að skrimta af í frumstæðu lénsskipulagi og leggur stund á að endurbæta heiminn með einstökum kærleiksverkum, með því að „gera gott“. Snilldin í viðhorfi Múhameðstrúar er hins vegar einfald- leiki hennar, svo og öruggur söguleg- ur grundvöllur (sem kristindóminn vantar) og ánvera allra lærðra guð- fræðilegra umbúða. Búddhatrú er aft- ur á móti naumast trúarbrögð, og hef- ur ekki getað komið í þeirra stað nema með kröftugum innspýtingum úr hindúisma. Þessi lífsskoðun hefur auk þess einlægt haft of mikinn keim af lífsflótta fílabeinsturnsins og heimsafneitandi sólipsisma til að falla vesturlandabúum í geð. Vitan- lega er til einskis að reyna að meta algilt sannleiksgildi einhverrar ídeó- lógíu; ákveðnir ómótmælanlega raun- góðir árangrar eru betri prófsteinn. Það sem getur verið satt frá sjónar- miði eilífðarinnar, þ. e. frá bæjardyr- um guðs, skiptir ekki máli ef sannleik- ur sá sem um er að ræða er andsnúinn almennu eðli mannlegs lífs og lifnað- arhátta; sé sannleikurinn plága er hann einskis nýtur. Hljóti menn og skepnur að þjást og deyja að þarf- lausu af völdum ídeólógiu, er réttmætt að líta á þá ídeólógíu sem rugl. Það sem stundum er nefnd fjárhagsleg vanþróun hjá einhverri þjóð nú á dögum, merkir oft tvennt: trúarlegan 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.