Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Page 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Mér er til efs hvort jafnvel undir kúg- un lénstímans á miðöldum Evrópu hefur verið beitt annarri eins grimmd við mannverur og gert er í erfða- stéttaskipun Hindúa. Onnur einkenni trúarlegrar öfughneigðar eru aflóga skepnur, hundar, hross og kýr, sem ráfa hálffallin úr hor um velli og þorp, af því að hver sem bindur endi á þjáningar þeirra getur átt á hættu einhverja yfirgengilega ógæfu í hinu lífinu. Gleggsta táknið um háspekiharm- leik Indlands er klofning Indverja í tvö fjandsamleg ríki. Ibúar beggja ríkja eru nákvæmlega sams konar fólk, en þeim tekst bara ekki að lifa saman í einu landi af háspekilegum ástæðum. Enginn er kominn til að segja hvort réttara sé í augum guðs, hindúismi eða Múhameðstrú, enda skiptir það ekki miklu máli. Það sem máli skiptir er að Indverjar tóku þann kost að skipta landi sínu, frem- ur en að ganga um götur sama lands vopnaðir hnífum af háspekilegum á- stæðum. Stjórnmálahöfundar hafa vissulega á það bent að þegar hrun nýlenduveldisins á Indlandi nálgað- ist, reyndu nýlenduherrarnir allt sem þeir gátu til að blása að kolum há- spekilegra illdeilna, samkvæmt regl- unni deildu og drottnaðu. En hvort sem skipting Indlands var aðeins enn- þá ein brellan sem fyrrverandi ný- lenduherrar beittu indversku þjóðina, þá verður því ekki neitað að trúar- ágreiningur var djúpstæður fyrir, og nýlenduherrarnir höfðu vit á að nota hann sér til gagns. Hlutlaus áhorfandi sem íhugar þessa ógæfu hefur engu fremur en Bretarnir sjálfir tilhneig- ingu til að taka þátt í deilum um það hvort réttara sé í augum guðs, hindú- ismi eða Múhameðstrú, en getur að- eins bent á þá staðreynd að ennþá einu sinni hefur einbeiting þjóðar að yfirskilvitlegum efnum leitt yfir hana þjóðarógæfu. Hvaða rauður heila- þvottur sem er, þó framinn sé með auðlærðustu og margupptuggnustu orðatiltækjum marxista að kínversku sniði, er æskilegri en háspekileg hotn- hola Indverja. Eftir Copacabana, Miami, Lido o. s. frv. getur svo farið að maður sé kom- inn á baðstað sem fyrir víðfrægðar sakir stendur öllum hinum samlögð- um langtum framar, og hefur gert það síðustu þúsund árin eða lengur, Ben- ares við Gangesfljót, ekki hin óguð- legasta heldur hin alheilagasta bað- strönd í heimi. Vatnið í Ganges er ekki mjög hreint. Það hefur greinilegan leðjulit, en sama er að segja um nokkur fljót sem renna gegnum borgir í miðri hinni hreinlátu Evrópu og ég hef séð fólk baða sig í. Gangesfljót við Ben- ares virðist þó flestum fljótum síður undir heilbrigðiseftirliti, þar sem þetta heilaga vatn er sýnilega saurgað alls konar efnum sem helzt mætti ætla að væri komin úr sorptunnum og öðr- 134

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.