Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 35
AUSTRÆNIR LÆRDÓMAR Halldór Kiljan Laxness kemur í bókmenntaakademíuna indversku, þar sem hann hélt jyrirlestur sem hann kallaði Edda og saga á Islandi. Fremstur á myndinni er fulltrúi indverska menntamálaráðuneytisins, dr. Kapur. ares var ekki eina dæmið á Indlandi sem færði mér heim sanninn um að hjátrú er ekkert séreinkenni ólæsra, þótt leitt sé frá að segja. Mér var boð- ið á fagurt heimili háskólagengins Hindúa í Bombay, fagnað vel og veitt- ur middegisverður af mestu gestrisni, en gestgjafar mínir stóðu í þeirri trú að þeir væru að taka á móti brezka háspekihöfundinum Aldous Huxley; þar ræddi ég við ágætlega menntaðan mann, alkunnan úr opinberu lífi, sem reyndi af ýtrasta megni að troða upp á mig astrólógíu sem vísindum, með þeim rökum að þar sem mannverur samanstæðu af vatni allt að 80 hundr- aðshlutum, hví skyldu þá ekki örlög þeirra vera háð áhrifum tunglsins eins og úthöfin? Þó ég væri sem norð- ur-evrópumaður andlega skilorðs- bundinn hinum mikla bodhisattva. Marteini Lúter, og ætti að beygja mig undir kennivald hans, þá kom mér að litlu haldi að vitna í bók Böhmers um holdtekju hans og segja þessum kurt- eisa Hindúa að minn sérlega háttvirti gu.ru Marteinn Lúter hefði verið fremstur í flokki í því að trúa allri 137

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.